fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Pressan

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis

Pressan
Laugardaginn 3. maí 2025 16:30

Það þarf að hugsa vel um tennurnar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tannlæknirinn Ben Hargreave, sem er forstjóri Dental Boutique í Sydney í Ástralíu, hefur deilt ýmsum ráðum varðandi tannheilsu og hvernig á að þrífa tennurnar.

Í samtali við Daily Mail sagði hann að þrátt fyrir að oft sé sítrónusafa og epladrykkjum hampað sem miklum hollustudrykkjum þá geti þeir valdið tjóni á tönnunum. „Þeir geta kannski hjálpað þér að losna við erfiða fitu en þeir eru súrir og brjóta glerunginn niður,“ sagði hann.

Hann ráðleggur fólki einnig að nota mjúka tannbursta og forðast tannkrem sem slípar tennurnar. Þetta fjarlægi kannski bletti af tönnunum en geti einnig skrúbbað efsta lag tannanna í burtu með tímanum.

Hann ráðleggur fóli einnig að forðast að fara til tannlækna erlendis, til dæmis í Mexíkó, Tyrklandi og Taílandi, þrátt fyrir að það sé ódýrt. „Við fáum bara eitt sett af tönnum og við sjáum vaxandi fjölda lélegra tannviðgerða hjá tannlæknum í útlöndum,“ sagði hann. Þetta geti valdið ævilöngum vanda og orðið mjög dýrt þegar upp er staðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Smeykir Bandaríkjamenn – Hamstra skó og fatnað

Smeykir Bandaríkjamenn – Hamstra skó og fatnað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kim Jong-un montar sig af nýju herskipi – „Búið öflugustu vopnunum“

Kim Jong-un montar sig af nýju herskipi – „Búið öflugustu vopnunum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þau treystu honum fyrir hinstu för gæludýranna – Fóru hræin bara í ruslið?

Þau treystu honum fyrir hinstu för gæludýranna – Fóru hræin bara í ruslið?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjögurra ára stúlka hætt komin vegna „aðlaðandi“ þvottaefnis

Fjögurra ára stúlka hætt komin vegna „aðlaðandi“ þvottaefnis
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum