Í samtali við Daily Mail sagði hann að þrátt fyrir að oft sé sítrónusafa og epladrykkjum hampað sem miklum hollustudrykkjum þá geti þeir valdið tjóni á tönnunum. „Þeir geta kannski hjálpað þér að losna við erfiða fitu en þeir eru súrir og brjóta glerunginn niður,“ sagði hann.
Hann ráðleggur fólki einnig að nota mjúka tannbursta og forðast tannkrem sem slípar tennurnar. Þetta fjarlægi kannski bletti af tönnunum en geti einnig skrúbbað efsta lag tannanna í burtu með tímanum.
Hann ráðleggur fóli einnig að forðast að fara til tannlækna erlendis, til dæmis í Mexíkó, Tyrklandi og Taílandi, þrátt fyrir að það sé ódýrt. „Við fáum bara eitt sett af tönnum og við sjáum vaxandi fjölda lélegra tannviðgerða hjá tannlæknum í útlöndum,“ sagði hann. Þetta geti valdið ævilöngum vanda og orðið mjög dýrt þegar upp er staðið.