fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Pressan

Var bitinn í punginn af sporðdreka – Krefst bóta vegna skertrar kynlífsgetu

Pressan
Mánudaginn 2. september 2024 22:00

Bitinn í punginn af sporðdreka - Ái. Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Michael Farchi, 62 ára, og eiginkona hans, Baita, gistu á Palazzo á The Venetian Resort í Las Vegas um síðustu jól vaknaði hann skyndilega upp við mikinn sársauka á annan dag jóla. Hann leit niður og áttaði sig á að verkurinn, sem var í klofinu og höndum, var af völdum sporðdrekabits. Sporðdrekinn var enn undir sænginni hans þegar hann vaknaði.

Metro segir að á ljósmyndum sem lögmaður hjónanna sýndi 8NewsNow sjáist leifar af því sem virðist vera lítill sporðdreki sem heldur um nærbuxur Michael.

„Ég vissi ekki hvað þetta var. Það var eins og ég hefði verið stunginn með beittum hníf eða gleri,“ sagði hann.

Lögmaður hans stefndi hótelinu í síðustu viku en Michael heldur því fram að bit sporðdrekans hafi valdið því að hann glími nú við áfallastreyturöskun og risvanda. Hann heldur því fram að kynlíf þeirra hjóna hafi beðið skaða af þessu.

Michael segir að starfsfólk hótelsins hafi ekki tekið málinu alvarlega, það hafi bara haldið um kynfæri sín og hlegið að þessu. Þetta hafi verið mjög vandræðalegt fyrir hann.

Í skýrslu frá Summerlin sjúkrahúsinu kemur fram að Michael hafi verið með eitrun eftir sporðdrekabit. Læknar við UCLA Medical Center segja að hann þjáist einnig af risvandamálum eftir bitið.

Hann krefst bóta fyrir lyfja- og læknakostnað, bæði fyrir útgjöld fram að þessu og framtíðarútgjöld, verki og þjáningar, andlegt álag, kvíða og missi lífsgæða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 5 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás