fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi

Pressan
Sunnudaginn 14. júlí 2024 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir vísindamenn telja sig nú hafa kortlagt átta helstu ástæðurnar fyrir að fólk heldur framhjá maka sínum. 495 konur og karlar, sem höfðu haldið framhjá maka sínum, tóku þátt í rannsókninni.

71 spurning var lögð fyrir þátttakendurna  og út frá þeim fundu vísindamennirnir síðan átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi.

Reiði: Í tengslum við þetta nefndu þátttakendurnir meðal annars að þeir hefðu verið að hefna sína á makanum.

Aukið sjálfsálit: Hér sögðu þátttakendur meðal annars að þeir hefðu haldið framhjá til að auka sjálfstraust sitt og til að sýna að þeir væru sjálfstæðir og óháðir makanum.

Skortur á ást: Hér var meðal annars nefnd óvissa um hvort viðkomandi elskaði makann í raun og veru og óvissa um hvort makinn væri sá eini rétti.

Óvissa: Hér nefndi fólk að það hafi ekki verið svo tengt makanum og að „tæknilega séð“ hafi þau ekki verið í sambandi.

Tilbreyting: Hér kom meðal annars fram að fólk hefði fundið hjá sér þörf fyrir fleiri hjásvæfur, meira úrval.

Skortur á athygli: Meðal þess sem þátttakendur sögðu hér var að þeim fannst makinn ekki veita þeim næga athygli og að makinn hafi verið þeim fjarlægur tilfinningalega séð.

Kynferðisleg löngun: Hvað þetta varðar var meðal annars nefnt að makinn hefði misst áhuga á kynlífi og að hann hafi ekki viljað taka þátt í ákveðnum kynlífsathöfnum sem viðkomandi sagðist vilja stunda.

Staða sem kom upp: Hér var meðal annars nefnt að viðkomandi hafi verið drukkin(n) og því ekki hugsað skýrt. Einnig var nefnt að stress hafi komið við sögu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“