fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Einangraður samfélagshópur er með ævafornt gen sem styrkir ónæmiskerfið

Pressan
Sunnudaginn 9. júní 2024 15:30

Íbúar á Papúa Nýju-Gíneu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumbyggjar Papúa Nýju-Gíneu voru einangraðir í gríðarlega langan tíma eftir að fyrsta fólkið kom þangað fyrir rúmlega 50.000 árum. Frumbyggjarnir bera með sér gen frá Denisovans, sem er útdauð manntegund, sem hjálpar þeim sem búa á láglendi að takast á við sýkingar en hjá þeim sem búa hærra uppi, þá koma stökkbreytingar á rauðum blóðkornum sér vel.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn Live Science sem segir að frumbyggjarnir hafi verið einangraðir árþúsundum saman og hafi þessi gen frá Denisovans komið sér vel fyrir þá í lífsbaráttunni.

Rannsóknin leiddi í ljós að genið veldur mismunandi stökkbreytingu hjá fólkinu, eftir því hvort það býr á láglendi eða hærra uppi, til að hjálpa því að takast á við mismunandi umhverfisaðstæður.

„Íbúar Papúa Nýju-Gíneu eru einstakir því þeir hafa verið einangraðir síðan þeir settust að í Papúa Nýju-Gíneu fyrir rúmlega 50.000 árum,“ sagði Francois Xacier, meðhöfundur rannsóknarinnar, við Live Science.

Það er ekki nóg með að fjalllent landslagið á þessu eyjasamfélagi geri lífsskilyrðin erfið, smitsjúkdómar fara einnig illa með íbúana en þeir valda um 40% dauðsfalla í landinu.

Ricaut sagði að af þessum sökum hafi íbúarnir þurft að finna bæði líffræðilega og menningarlega aðferð til að laga sig að landinu og því séu frumbyggjarnir „frábær kokteill“ til að rannsaka erfðabreytingar í.

Fyrstu nútímamennirnir komu til Papúa Nýju-Gíneu frá Afríku fyrir rúmlega 50.000 árum. Þeir blönduðust við Densiovans sem höfðu verið til staðar í Asíu í tugi þúsunda ára. Niðurstaða þessara blöndunar tegundanna er að um 5% af erfðamengi frumbyggjanna er frá Denisovans komið.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature Communications.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans