fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Milljarðamæringur byggir hús fyrir heimilislausa – 99 komin og fleiri á leiðinni

Pressan
Fimmtudaginn 20. júní 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að kanadíski milljarðamæringurinn Marcel LeBrun sé góð fyrirmynd fyrir aðra einstaklinga sem eru eignamiklir. Marcel, sem er frá Nýju-Brúnsvík á austurströnd Kanada, hefur komið upp 99 smáhýsum fyrir heimilislausa einstaklinga á svæðinu og fleiri eru á leiðinni.

Marcel stofnaði fyrirtæki sem heitir Radian6 sem óx og dafnaði á sínum tíma. Árið 2011 seldi hann fyrirtækið til Salesforce.com í San Francisco fyrir 35 milljarða króna. Samkomulagið fól í sér að hann héldi áfram að vinna fyrir fyrirtækið í nokkur ár en árið 2015 lét hann gott heita og hætti störfum.

Síðan þá hefur hann helgað líf sitt byggingu smáhýsa fyrir heimilislausa einstaklinga í borginni Fredericton. Þó að Marcel sé vellauðugur nýtur hann þess að klæða sig í vinnugallann á morgnana og taka þátt í smíði húsanna. Segist Marcel vilja gefa af sér til samfélagsins sem hann ólst upp í og gaf honum sjálfum tækifæri til að vaxa og dafna á sínum tíma.

Nú þegar er búið að byggja 99 smáhýsi og eru þau útbúin eldhúsi, einu svefnherbergi og baðherbergi. Greiða íbúar mjög hóflegt gjald fyrir leigu á húsunum og er starfsemin óhagnaðardrifin.

Marcel er ekki hættur því hann er með áætlanir um að stækka samfélagið og bæta til dæmis við kaffihúsi og fyrirtækjum þar sem fólk getur fundið atvinnutækifæri.

Þessi gjörningur Marcel hefur vakið athygli og eru honum margir þakklátir. „Marcel hefur verið algjör himnasending,“ segir Marla Bruce sem býr í einu smáhýsanna í Fredericton. „Fyrir ári síðan var ég heimilislaus en nú á ég heimili og er ekki lengur á götunni. Hér er ró og friður og þetta er gott samfélag,“ segir Marla við kanadíska fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“