fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Telja sig hafa fundið hina fullkomnu lækningu við þynnku

Pressan
Laugardaginn 15. júní 2024 22:30

Timburmenn eru hvimleiðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgum finnst gott að fá sér aðeins í glas en stundum endar það með því að aðeins of mikils, eða allt of mikils, áfengis er neytt. Það kallar síðan stundum á ansi slæma heilsu daginn eftir, þynnku. En nú telja vísindamenn sig hafa fundið hina fullkomnu lækningu við þynnku.

Um hlaup er að ræða sem á að sögn að geta komið í veg fyrir þynnku að eilífu. Samkvæmt frétt Express þá eru það vísindamenn við ETH Zürich í Sviss sem hafa þróað sérstakt prótínhlaup sem getur brotið alkóhól niður í meltingarkerfinu.

Í rannsókn þeirra, sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature Nanotechnology, kemur fram að aðferðin hafi verið prófuð á músum og hafi hlaupið breytt alkóhóli í óskaðlega ediksýru á skjótan og áhrifaríkan hátt áður en það komst í blóðið.

Það er einmitt í blóðinu sem alkóhól veldur ölvunaráhrifum og tjóni.

„Hlaupið flytur niðurbrot alkóhólsins frá lifrinni yfir í meltingarveginn,“ sagði Raffaele Mezzenga, prófessor, að sögn Science Daily.

Vísindamennirnir segja að hægt verði að taka hlaupið áður en byrjað er að drekka eða eftir að áfengisneysla hefst. Það komi í veg fyrir að magn alkóhóls í blóði aukist.

Það sem gerir hlaupið öðruvísi en þær vörur, sem nú þegar eru til staðar og eru sagðar geta læknað þynnku, er að hlaupið vinnur einnig gegn orsök þynnkunnar, tekst ekki bara á við afleiðingarnar af drykkjunni.

Hlaupið virkar þó aðeins á meðan það er enn alkóhól í meltingarfærunum. Það gerir að verkum að það kemur að litlu gagni gegn áfengiseitrun og segja vísindamennirnir að það sé bara best að sleppa því að drekka áfengi og sleppa þannig alfarið við þynnku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið
Pressan
Fyrir 1 viku

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum