fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál

Pressan
Mánudaginn 6. maí 2024 22:00

Myndin sem varð til þess að málið leystist. Mynd:Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir fjórum árum hvarf Paluette Landrieux, 83 ára, frá heimili sínu í Belgíu. Hún glímdi við Alzheimers og átti það til að fara að heiman án þess að segja nokkrum frá því. Yfirleitt bankaði hún upp á hjá nágrönnum sínum sem komu henni þá heim aftur.

En fyrir fjórum árum hvarf hún algjörlega og var eins og jörðin hefði gleypt hana. Tveimur árum síðar var að því komið að lögreglan ætlaði að hætta rannsókninni á hvarfi hennar en þá varð algjör tilviljun til þess að málið leystist.

Lögreglumaður var þá að leita að húsinu hennar á Google Maps. Á myndinni sem blasti við honum sást Paulette vera að ganga frá húsinu sínu. Svo ótrúlega vildi til að Google Maps tók myndir af húsinu hennar daginn sem hún hvarf.

Út frá myndinni gat lögreglan rakið slóð Pauletta og fannst lík hennar í nokkurra metra fjarlægð.

Pauletta hvarf að heiman í nóvember 2020 á meðan eiginmaður hennar var að hengja út þvott. Mikil leit var gerð að henni og voru hundar, hitamyndavélar, þyrlur og drónar notaðir við hana.

Leitin skilaði engum árangri og taldi fjölskylda hennar að hún hefði fallið í ána Meuse sem er nærri heimili hennar.

Daily Star segir að það hafi síðan verið 2022 sem lögreglumaðurinn gerði fyrrnefnda uppgötvun þegar hann skoðaði myndir á Google Maps. Á myndinni sést Paulett ganga síðustu metrana í lífi sínu.

Lögreglumenn fundu lík hennar við rætur hlíðar, neðan við hús nágranna Paulette.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“