fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Ringulreið í Napólí eftir öflugan jarðskjálfta – Upptökin í risastóru eldfjalli

Pressan
Þriðjudaginn 21. maí 2024 08:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í nágrenni ítölsku borgarinnar Napólí – margir hverjir að minnsta kosti – þustu út á götur í gærkvöldi eftir að jarðskjálfti af stærðinni 4,4 reið yfir svæðið. Upptökin voru undir eldfjallinu Campi Flegrei sem er skammt vestur af Napólí, þriðju fjölmennustu borg Ítalíu.

Skjálftinn í gærkvöldi er sá stærsti í áratugi en í fyrrahaust varð nokkuð öflug jarðskjálftahrina á svæðinu. Urðu skjálftar af stærðinni 4,2 og 4,0 í október síðastliðnum. Og í fyrrasumar vöruðu vísindamenn við því að eldgos væri hugsanlega yfirvofandi.

Eldgos á þessum slóðum eru sem betur fer fátíð en þegar þau verða geta þau verið stór og mikil. Síðast gaus í Campi Flegrei árið 1538 og eru vísindamenn margir þeirrar skoðunar að fjallið sé komið á tíma.

Eitthvað virðist hafa verið um tjón í skjálftanum í gærkvöldi og birtust til að mynda myndbönd á samfélagsmiðlum sem sýndu hvernig vörur hrundu úr hillum verslana í bænum Pozzuoli. Þá mynduðust sprungur í einhverjum byggingum. Skólar í Pozzuoli verða lokaðir í dag vegna skjálftans.

Íbúi á svæðinu segir að fólk í nágrenni eldfjallsins lifi í stöðugum ótta og hefur Daily Mail eftir viðkomandi að hann óttist að byggingar ráði illa við þessa stöðugu skjálftavirkni.

Vísindamenn telja ólíklegt að eldgos sé yfirvofandi í bráð en fjallið hefur áður sýnt samskonar virkni og nú. Á níunda áratug síðustu aldar voru jarðskjálftar tíðir í fjallinu en hrinan hætti án þess að til frekari atburða kæmi. En ef til eldgoss kæmi gætu 350 til 500 þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik