fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Hversu oft á að þvo handklæði og sængurver?

Pressan
Föstudaginn 19. apríl 2024 06:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru eflaust skiptar skoðanir um hversu oft á að þvo handklæði og sængurver. Ef þú gerir það of oft, er hætt á að líftími handklæðanna og sængurveranna styttist en á móti kemur að þetta getur orðið hálf ógeðslegt ef þú bíður of lengi með að þvo þetta.

Sumir segja að baðhandklæði megi nota sjö sinnum áður en þau eru þvegin en aðrir vilja hreint handklæði í hvert sinn sem þeir fara í bað. Það eru einnig deildar meiningar um hversu oft á að þvo sængurver, ekki síst vegna þess að það getur verið erfitt að muna hvenær maður skipti síðast á rúminu.

Á vefsíðunni Goodhousekeeping.com er góð ráð að finna um þetta og margt annað. Á síðunni er því slegið fast að það sé ekki hægt að láta lyktarskynið ráða því hvenær handklæðin og sængurverin eru þvegin.

Meginreglan með sængurver að þau á að þvo á hálfsmánaðarfresti. Ef þú svitnar mikið á nóttunni, þá þarf að þvo þau vikulega. En það er nóg að þvo sængina og koddann tvisvar þrisvar á ári.

Baðhandklæði þarf að þvo oftar en sængurver, en samkvæmt því sem fram kemur á Goodhouskeeping.com á að þvo þau þegar búið er að nota þau 3-4 sinnum. Þetta er háð því að maður muni að hengja handklæðið upp og breiða úr því í rými þar sem loftar vel um.

Það má heldur ekki gleyma baðmottunni, sem er fyrir framan baðkarið eða sturtuklefann. Hana þarf að þvo vikulega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“
Pressan
Fyrir 2 dögum

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina