fbpx
Sunnudagur 14.apríl 2024
Pressan

Síðustu orð frægra bandarískra morðingja: „Ég sný aftur“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 31. mars 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um áratugaskeið hefur bandarískur almenningur verið heillaður af sönnum sakamálum, og svo sem ekki bara bandaríkjamenn, þar sem bækur, þættir, kvikmyndir og hlaðvörp um sönn sakamál eiga sér aðdáendur um allan heim.

Fréttir um manndráp og morð eru lesnar og fylgjast lesendur með blöndu af hræðslu og spenningi með málinu þar til gerandinn er gripinn og fær sinn dóm. Gerandinn er kominn bak við lás og slá og fjölskyldur fórnarlamba hans geta byrjað að græða sár sín yfir missi ástvina sinna.

People tók nýlega saman síðustu orð nokkurra þekktra (rað)morðingja sem ollu bandarískum almenningi hræðslu og óhug með glæpum sínum.

Ted Bundy

Ted Bundy: „Skilaðu ástarkveðju til fjölskyldu minnar og vina“

Það eru ekki tölur til um nákvæman fjölda nauðgana, morða og mannrána sem Ted Bundy framdi. Hann var sakfelldur fyrir að myrða tvær kvenfélagssystur í Florida State háskólanum í janúar 1978 og 12 ára stúlku þremur vikum síðar, öll morðin voru framin eftir að hann hafði sloppið úr fangelsi, tvisvar,  í Colorado, þar sem hann átti yfir höfði sér ákæru fyrir morðið á hjúkrunarfræðingi árið 1975. Áður en hann var tekinn af lífi í rafmagnsstólnum í Flórída 24. janúar 1989 játaði hann 30 morð í sjö ríkjum á árunum 1974 til 1978.

Síðustu orð hans: „Skilaðu ástarkveðju til fjölskyldu minnar og vina“

Aileen Wuornos

Aileen Wuornos: „Ég sný aftur“

Aileen Wuornos var kynlífsverkakona meðfram þjóðvegum Flórída og hélt því fram að hún hefði aðeins drepið í sjálfsvörn. Hún skaut nokkra karlmenn til bana á árunum 1989 og 1990, og fyrir sex þeirra var hún dæmd til dauðarefsingar. Áður en hún var tekin af lífi með banvænni sprautu 9. október 2002 óskaði hún eftir að horfa á kvikmyndirnar The Terminator (1984) og Independence Day (1996).

Síðustu orð hennar: „Mig langar bara að segja, ég er að sigla með klettinum og ég kem aftur, eins og sjálfstæðisdagurinn (e. Independence Day), með Jesú, 6. júní. Eins og myndin, stóra móðurskipið og allt. Ég sný aftur.“

John Wayne Gacy

John Wayne Gacy: „Kysstu á mér rassinn“

Gacy klæddi sig sem Pogo trúðurinn fyrir barnaveislur og góðgerðarviðburði í Chicago. Hann  var dæmdur fyrir að myrða að minnsta kosti 33 táningsdrengi og unga menn á árunum 1972 til 1978. Allir voru þeir myrtir á búgarði hans í úthverfi Norwood Park, flestir þeirra kyrktir eða kæfðir.  Gacy gróf 26 lík í skriðrýminu undir heimili sínu. Árið 1980 var hann dæmdur til dauða fyrir 12 morð og hann var tekinn af lífi með banvænni sprautu þann 10. maí 1994.

Síðustu orð hans: „Kysstu á mér rassinn“

Westley Allan Dodd

Westley Allan Dodd: „Einhver leið til að stöðva kynferðisafbrotamenn og glæpi þeirra“

Eftir nokkrar handtökur og fyrirskipaða meðferð af dómara vegna dóma um barnaníð, játaði Westley Allan Dodd á sig kynferðisbrot og morð árið 1989 í Washington fylki á tveimur bræðrum, 11 og 10 ára, og að hafa í kjölfarið rænt og myrt fjögurra ára gamlan dreng í Oregon. Dodd var tekinn af lífi með hengingu 5. janúar 1993, sú fyrsta sem gerð var í Bandaríkjunum í 28 ár. Dodd neitaði að áfrýja máli sínu eða dómi og óskaði sérstaklega eftir því að hann yrði tekinn af lífi með hengingu.

Síðustu orð hans: „Ég var einu sinni spurður af einhverjum, ég man ekki hverjum, hvort að það væri einhver leið til að stöðva kynferðisafbrotamenn og glæpi þeirra. Ég sagði nei. Ég hafði rangt fyrir mér.“

Kimberly McCarthy

Kimberly McCarthy: „Þetta er ekki tap, þetta er sigur“

Kimberly McCarthy lét sem hún væri að fá sykur að láni og fór inn á heimili 71 árs nágranna síns í Lancaster, Texas, árið 1997. McCarthy stakk síðan og drap nágrannann í ráni til að fjármagna kókaínfíkn sína. Hún var ákærð fyrir að hafa myrt tvær aðrar eldri konur árið 1998 en mætti aldrei fyrir dóm vegna þeirra morða. McCarthy var tekin af lífi með banvænni sprautu 26. júní 2013.

Síðustu orð hennar: „Þetta er ekki tap, þetta er sigur. Þú veist hvert ég er að fara. Ég er að fara heim til að vera með Jesú. Haltu trúnni. Ég elska ykkur öll. Þakka þér, prestur.“

Carl Panzram

Carl Panzram: „Ég gæti drepið 10 menn á meðan þú ert að fíflast!“

Raðmorðinginn Carl Panzram var handtekinn árið 1928 í Baltimore fyrir innbrot og síðar fundinn sekur um að hafa myrt þrjá menn í mánuðinum sem hann var handtekinn. Meðan hann afplánaði 25 ára til lífstíðarfangelsi dóm játaði Panzram að hafa myrt 21 drengi og karlmenn, en aðeins var hægt að staðfesta fimm þeirra, og yfir þúsund nauðganir, samkvæmt San Diego State University. Panzram, sem grunaður er um að hafa myrt yfir 100 menn í Bandaríkjunum, var tekinn af lífi með hengingu árið 1930 eftir að hafa slátrað starfsmanni fangelsisins.

Lokaorð hans: „Flýttu þér, Hoosier-skíturinn þinn. Ég gæti drepið 10 menn á meðan þú ert að fíflast.“

Robert Alton Harris

Robert Alton Harris: „Allir dansa með Grim Reaper.“

Þann 5. júlí 1978 rændu Robert Alton Harris, sem áður hafði afplánað tvo fangelsisdóma fyrir bílþjófnað, og yngri bróðir hans, Daniel, tveimur drengjum John Mayeski og Michael Baker. Báðir voru þeir 16 ára og drápu Harrisbræður þá og stálu bíl þeirra til að nota við bankarán. Harris var handtekinn innan við klukkustund eftir bankaránið og var síðar sakfelldur og dæmdur til dauða. Í apríl 1992 var hann tekinn af lífi í gasklefa í San Quentin fylkisfangelsinu.

Síðustu orð hans: „Þú getur verið kóngur eða götusópari, en allir dansa með manninum með ljáinn (e. Grim Reaper.)“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýtt app gerir fólki kleift að tilkynna um ólöglegar lagningar og fá greitt fyrir

Nýtt app gerir fólki kleift að tilkynna um ólöglegar lagningar og fá greitt fyrir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Setti upp falda myndavél til að sanna að konan væri „löt og einskis virði“ – Heimtaði skilnað og vorkunn en málið snerist í höndunum á henni

Setti upp falda myndavél til að sanna að konan væri „löt og einskis virði“ – Heimtaði skilnað og vorkunn en málið snerist í höndunum á henni