fbpx
Sunnudagur 14.apríl 2024
Pressan

Hver myrti dansarann úr Dirty Dancing og vini hennar í aftökustíl?

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 29. mars 2024 16:30

Jennifer Stahl

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí 2001 voru þrír einstaklingar myrtir og tveir aðrir særðust eftir að fólkinu hafði verið stillt upp og það skotið í íbúð fyrir ofan hinn þekkta og vinsæla matsölustað Carnegie Deli í New York. Í kjölfarið fylgdi hreint fjölmiðlafár og er kafað ofan í málið rúmum 20 árum síðar í fyrsta þættinum af nýtti þáttaröð Homicide: New York, sem eru á Netflix.

Í þættinum eru viðtöl við ýmsa lögreglumenn í New York, þar á meðal rannsóknarlögreglumenn NYPD sem unnu að málinu. Matsölustaðurinn vinsæli sem var á fyrstu hæð lokaði árið 2016.

Þátturinn Carnegie Deli Massacre fjallar um hrottaleg morð á Jennifer Stahl, Charles „Trey“ Helliwell og Stephen King. Morðin sem voru í aftökustíl, voru framin í búð Stahl, sem var ein af dönsurunum í kvikmyndinni Dirty Dancing. 

Stahl var dansari, leikkona og söngkona og tók upp tónlist í breyttu stúdíói í íbúðinni sinni, en hún stundaði einnig hliðarbúskap og seldi marijúana í íbúðinni.

Þann 10. maí 2000 var Stahl að drekka vín á heimili sínu með King, sem var að vinna í íbúð hennar þá nótt, Helliwell og kærustu hans, Rosemond Dane, sem voru í heimsókn í New York, og Anthony Veader, hárgreiðslumeistara Stahl. Eftir að hafa hringt dyrabjöllunni komu tveir vopnaðir menn inn og reyndu að ræna bæði marijúana og peningum frá Stahl. Annar mannanna tók Stahl yfir á vinnustofu hennar, en hinn teipaði hendur gesta hennar.

Mínútum eftir að byssumennirnir komu inn voru öll fimm skotin í höfuðið. King og Helliwell létust á staðnum en Stahl lést eftir að hafa verið flutt á sjúkrahús. Dane slasaðist alvarlega en komst lífs af, en Veader hlaut tiltölulega minniháttar meiðsl og hringdi í neyðarlínuna (911) eftir að mennirnir tveir flúðu úr íbúðinni.

Leynilögreglumenn og aðrir rannsakendur sem unnu að morðmálinu eru áberandi í þætti Netflix, sem kemur úr smiðju Dick Wolf sem þekktur er fyrir Law & Order þættina.

Lík fórnarlambanna fundust í íbúðinni, með hendur þeirra teipaðar. Barbara Butcher, dánarrannsóknarmaður á skrifstofu rannsóknarlæknis, sýnir hvaða vísbending fékk rannsakendur til að trúa því að Stahl hefði þekkt mennina tvo.

„Þeir brutust ekki inn, hurðin var ekki brotin. Svo það gefur þér smá vísbendingu.“

Eftirlitsmyndavél sýnir mennina tvo fara inn í húsið, en seinna voru borin kennsl á sem Sean Salley, sem var kunningi Stahls, og Andre Smith. Sá síðarnefndi gaf sig fram við lögreglu tveimur vikum eftir morðin, en þrátt fyrir að hafa talað við nokkra rannsóknarlögreglumenn, viðurkenndi hann ekki aðild sína að málinu. 

Rannsóknarlögreglumaðurinn Irma Rivera sem er nú hætt störfum náði þó játningu frá Smith. Í þættinum útskýrir Rivera hvernig hún reyndi að tengjast Smith á persónulegan hátt, sem sagði að lokum að hann hefði vantað peninga fyrir bleyjum, þess vegna ákvað hann að ræna Stahl. En hann sagði að enginn ætti að vera drepinn og klíndi morðunum á Salley.

Irma Rivera

Salley, sem þekkti Stahl frá tíma hans í tónlistarbransanum, var enn ófundinn. Eftir fjölmargar húsleitir í New York og New Jersey, sóttu rannsóknarlögreglumenn um að málið yrði birt á America’s Most Wanted. Fjallað var um málið í þættinum og myndir birtar af Salley. Í þættinum rifja leynilögreglumennirnir upp hvernig símtöl streymdu inn eftir þáttinn. Salley fannst að lokum í Miami, en hann hafði ferðast með rútu til New Orleans og þaðan til Miami.

Rivera var send til Miami til að yfirheyra Salley, sem hélt því fram að hann hefði ætlað að ræna Stahl, og óvart hleypt af byssu sinni, en það hafi verið Smith sem drap hin fórnarlömbin tvö. Rannsakendur trúðu ekki orðum hans.

Salley og Smith fengu báðir 120 ára fangelsi fyrir morðin. Hægt er að horfa á þáttinn, Homicide: New York, á Netflix.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Beit nýfædda dóttur sína að minnsta kosti 6 sinnum – Sagði hana vera „vanþakkláta“

Beit nýfædda dóttur sína að minnsta kosti 6 sinnum – Sagði hana vera „vanþakkláta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vill ekki banna kynjaskipta sundkennslu og sundtíma

Vill ekki banna kynjaskipta sundkennslu og sundtíma
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berfætt par í skeiðarstellingu hneykslaði flugfarþega

Berfætt par í skeiðarstellingu hneykslaði flugfarþega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lýsa yfir neyðarástandi vegna þurrka

Lýsa yfir neyðarástandi vegna þurrka
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ófremdarástand á bókasöfnum og bókasafnsverðir eru komir með upp í kok af stjórnlausu saurlífi og ólifnaði

Ófremdarástand á bókasöfnum og bókasafnsverðir eru komir með upp í kok af stjórnlausu saurlífi og ólifnaði
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nú verður skýrt frá stærstu leyndarmálum ítölsku mafíunnar

Nú verður skýrt frá stærstu leyndarmálum ítölsku mafíunnar