fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Rann á grjóti og við tóku skelfilegar 20 klukkustundir

Pressan
Mánudaginn 25. nóvember 2024 10:53

Maðurinn var kyrfilega fastur, svo fastur að það þurfti að fjarlægja af honum fótlegginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextíu og níu ára gamall Litái berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að hafa lent í skelfilegum ógöngum í Tasmaníu, úti fyrir ströndum Ástralíu, á laugardag.

Maðurinn var í flúðasiglingum á eyjunni með hópi fólks þegar hann rann á blautu grjóti í Franklin-ánni í suðvesturhluta Tasmaníu. Ekki vildi betur til en svo að hann festi annan fótinn kyrfilega í þröngri sprungu ofan í ánni. Reyndi maðurinn eins og hann gat að losa sig en allt kom fyrir ekki.

Að lokum var brugðið á það ráð að kalla til björgunarsveitir á svæðinu sem reyndu einnig að losa hann með þar til gerðum búnaði. Þar sem áin var straumþung og fóturinn að stóru leyti undir vatni reyndist það þrautin þyngri og haggaðist fóturinn ekki sama hvað þeir reyndu.

Þegar maðurinn hafði setið fastur í ánni í um tuttugu klukkustundir var hann orðinn býsna þreklítill og var því brugðið á það ráð að fjarlægja fótinn fyrir neðan hné. Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús og er ástand hans sagt alvarlegt.

Callum Herbert, fulltrúi lögreglu á svæðinu, segir að björgunaraðgerðin hafi verið sú lang erfiðasta sem hann hefur komið að á ferlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óvæntar vendingar í sænsku kynferðisbrotamáli – Grunur beinist að meintum þolanda

Óvæntar vendingar í sænsku kynferðisbrotamáli – Grunur beinist að meintum þolanda
Pressan
Í gær

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám