fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum

Pressan
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norður Kórea hefur sent þúsundir hermanna sinna til Rússlands til að aðstoða þá í stríði þeirra gegn Úkraínu.

Fréttamiðlar greina nú frá því að óvænt vandamál hafi komið upp meðal norður-kóresku hermannanna. Þeir hafi nú í fyrsta sinn fengið óheftan aðgang að Internetinu og þar með uppgötvað klám.

Dálkahöfundur Financial Times, Gideon Rachman greindi frá því á dögunum að hermennirnir væru að hámhorfa á klám á herstöðvunum. Þeir hafi aldrei fengið þetta óheft aðgengi að netinu áður. Vísaði dálkahöfundurinn til áreiðanlegra heimilda.

Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins sagðist þó ekki geta staðfest neitt um hvað norður-kóresku hermennirnir eru að gera í frítíma sínum í Rússlandi. Spurningum um netnotkun þeirra ætti heldur að vera beint til Rússlands.

Háttsettir embættismenn og valdamenn innan hersins hafa fullan aðgang að netinu í Norður-Kórenu, en almennir borgarar fá aðeins aðgang að netkerfinu Kwangmyong sem er eina löglega netþjónusta landsins. Þar má finna marga eldveggi og lokanir. Til dæmis komst landsmenn ekki á neinar erlendar vefsíður, geta ekki nálgast erlenda fjölmiðla í raun ekkert nema það sem stjórnvöld vilja að þau sjá sem einkennist þá oftast af miklum áróðri.

Hermennirnir hafa undanfarið dvalið í þjálfunarbúðum og hafa myndir birst af þeim þar.

Eitthvað af hermönnunum hefur barist á vígstöðvum í Kursk í Rússlandi. Talið er að norður-kóresku hermennirnir þar séu um 11 þúsund talsins. Ekki hafa fengist staðfestar fregnir af hermönnunum í beinum átökum í Úkraínu en myndbönd eru nú komin í dreifingu þar sem meintur rússneskur stríðsfangi greinir frá því að hafa gefist upp eftir að norður-kóresku hermennirnir fóru að skjóta á Rússa þar sem þeir áttu erfitt með að greina þá frá Úkraínumönnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa myrt vinnufélaga sinn af því honum líkaði ekki við hana

Sagðist hafa myrt vinnufélaga sinn af því honum líkaði ekki við hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum