fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Hvenær dagsins er best að taka D-vítamín? – Þetta segja vísindin

Pressan
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 15:30

Sólin hefur sína kosti og galla. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

D-vítamín gegnir lykilhlutverki fyrir ýmsa þætti líkamsstarfseminnar. Þar á meðal dregur það úr bólgum og styrki beininn og ónæmiskerfið. Líkaminn framleiðir D-vítamín þegar húðin fær sólarljós á sig. En eins og gefur að skilja hafa þættir eins og landfræðileg staðsetning fólks og árstíðirnar áhrif á hversu mikið magn D-vítamíns líkaminn framleiðir.

Sumar fæðutegundir innihalda náttúrulegt D-vítamín og vítamíninu hefur verið bætt við aðrar fæðutegundir. Samt sem áður fá fæstir nóg af D-vítamíni og verða því að taka D-vítamíntöflur til að fullnægja þeim þörfum sem líkaminn hefur fyrir vítamínið.

En er betra að taka D-vítamín að morgni en að kvöldi? Eða er kannski best að taka það um miðjan dag?

Niðurstöður rannsókna benda til að best sé að taka það á morgnana því ef það er tekið á kvöldin, þá getur það dregið úr framleiðslu melatóníns en það er efni sem hjálpar okkur við að finna til syfju.

Melatónín og D-vítamín vinna gegn hvort öðru. Sólarljósið hefur áhrif á magn D-vítamíns og D-vítamín stýrir framleiðslu melatóníns. Dægurrytminn, sem stýrir svefni og vöku, getur einnig komið við sögu varðandi stýringu á magni D-vítamíns.

Rannsóknir benda til að magn D-vítamíns breytist yfir daginn og þess hversu mikið sólarljós við komumst í snertingu við. Magn þess hefur tilhneigingu til að vera hærra þar sem sólar nýtur mikið við. Á móti eykst melatónínframleiðslan þegar minna er um sólarljós, til dæmis á veturna og þeim mun fjær sem fólk er miðbaug.

Magn D-vítamíns getur haft áhrif á svefninn. Ef magnið er lítið getur það dregið úr svefngæðunum og lengd svefnsins. Í tímaritinu Verywell Health kemur fram að frekari rannsókna sé þörf á samspili D-vítamíns og dægurrytmans og hvenær dags D-vítamín er tekið í formi fæðubótarefnis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi