fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Drekkur þú nóg vatn? – Þetta eru merki þess að þú gerir það ekki

Pressan
Sunnudaginn 6. október 2024 19:00

Vatn fer að verða vanfundið víða um heim. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vökvaskortur getur komið fram með margvíslegum hætti því líkaminn þarf vatn til að viðhalda mikilvægri líkamsstarfsemi, starfsemi sem er nauðsynleg til að við lifum. Meira að segja minniháttar vökvaskortur getur haft óþægileg einkenni í för með sér og því ætti ekki að taka þeim af neinni léttúð.

En sem betur fer er líkaminn með sitt eigið viðvörunarkerfi sem lætur vita tímanlega ef vökvaskortur hrjáir okkur. Það er mikilvægt að taka mark á þessum aðvörunum því ef það er ekki gert, getur ástandið orðið alvarlegt.

Húðin þornar – Húðin segir ýmislegt um heilsufar okkar. Prófaðu að klípa aðeins í húðina og sjáðu hvort hún verður krumpuð eða sléttir strax úr sér. Ef hún helst krumpuð, þá getur ástæðan verið of lítil vökvaneysla.

Þú færð krampa – Margir halda að krampar séu afleiðing magnesíumskorts. Það er rétt en þeir geta líka verið afleiðing vökvaskorts, þeir hætta þá ekki þótt maður taki magnesíum. Ef þú ert viss um að nú fáir nóg magnesíum, þá er góð hugmynd að auka vökvaneysluna ef þú færð samt sem áður krampa. Þetta á sérstaklega við ef þú stundar mikla hreyfingu eða líkamsrækt.

Þér er alltaf heitt – Vatn hjálpar líkamanum að kæla sig. Of lítill vökvi getur valdið tilfinningu um að þér sé of heitt. Eftir því sem segir á vefnum thrillist.com, þá getur hitatilfinning verið merki um að þú drekkir ekki nóg vatn yfir daginn.

Hægðatregða – Vatn hjálpar meltingarkerfinu að starfa betur. Ef þú drekkur ekki nóg vatn, getur líkaminn ekki starfað eins og hann á að gera þegar þú ferð á klósettið. Það getur því verið erfitt að losa sig við það sem maður þarf nú víst að losa sig við. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að margt annað getur valdið hægðatregðu. Ef þú upplifir hægðatregðu oft, þá gæti verið góð hugmynd að leita til læknis.

Þú finnur til almennrar vanlíðunar og þreytu – Ef þú átt erfitt með svefn, ert oft með höfuðverk eða líður almennt illa, þá getur orsökin verið vatnsskortur. Það er því góð hugmynd að drekka meira vatn. Það er rétt að hafa í huga að það geta einnig verið aðrar ástæður fyrir þessari vanlíðan og þreytu og því getur verið ráðlegt að leita til læknis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca