fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

„Mannætuherdeildin“ komin heim og íbúar eru ekki sáttir

Pressan
Miðvikudaginn 16. október 2024 21:30

Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það tók Vladimír Pútín Rússlandsforseta ekki langan tíma að átta sig á því eftir að Úkraínustríðið hófst að hann væri að missa hermenn í hratt enda mótspyrnan mikil frá andstæðingnum. 

Til að koma til móts við skort á hermönnum var gripið til þess ráðs að leyfa dæmdum glæpamönnum, forhertum morðingjum þar á meðal, að slást í lið með hernum og berjast í Úkraínu gegn því að fá dómana stytta. Nú hafa margir þessara glæpamanna lokið eins árs herþjónustu sinni og geta því um frjálst höfuð strokið.

Ekki eru allir sáttir við þetta og eru íbúar á sumum stöðum reiðir vegna þess að nú geta dæmdir ofbeldismenn og morðingjar gengið óáreittir um göturnar.

Í frétt V1.ru, sem Daily Star vitnar til, kemur fram að einn þessara manna sé Dmitry Malyshev sem er fluttur aftur heim í þorpið Rakhinsky í Volgograd. Árið 2014 var hann dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að myrða vin sinn, elda líkamsleifar hans og borða þær. Allt þetta sýndi hann svo í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum.

Annar ofbeldismaður, Alexander Maslennikov, var dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir hrottafengin morð á tveimur stúlkum í Volzhsky árið 2017. Eins og Dmitry hefur Alexander lokið eins árs herþjónustu sinni og er því frjáls maður í dag.

Fleiri eru taldir upp í upptalningu V1.ru. Þar á meðal er Nikolai Ogolobya sem var dæmdur í 20 ára fangelsi árið 2010 fyrir morð og mannát. Hann sneri nýlega aftur í heimahaga sína í Yaroslavl. Þá er Denis Gorin frjáls eftir að hann var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir nokkur morð og mannát árið 2003. Þremur árum eftir að honum var sleppt myrti hann aftur og var dæmdur í 23 ára fangelsi. Eftir aðeins nokkurra ára afplánun fékk hann að ganga í herinn til að berjast í Úkraínu og er hann nú frjáls.

Rússneskir fjölmiðlar segja að talsverð ólga og óánægja ríki meðal íbúa á svæðum þar sem morðingjarnir eru nú búsettir á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Í gær

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys