fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Hæðast að Trump fyrir neyðarleg mismæli

Pressan
Miðvikudaginn 16. október 2024 13:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump skoraði á kjósendur að mæta á kjörstað til að kjósa þann 5. janúar. Þetta sagði frambjóðandinn á kosningafund í Pennsylvaníu á mánudaginn. Nú hafa netverjar Trump að háði og spotti enda er kjördagur þann 5. nóvember en ekki í janúar.

Líklega hafi dagsetningum slegið saman í huga frambjóðandans og hann verið að hugsa um óeirðirnar þann 6. janúar 2021 og áhlaupið á bandaríska þinghúsið, en þar reyndu stuðningsmenn Trump að fá kjöri, Joe Biden til forseta, hnekkt.

„Hann ruglaði saman dagsetningum uppreisnarinnar sinnar og svo kjördegi,“ skrifaði einn á miðlinum X. Annar tók undir: „Það sést greinilega að 6. janúar er, þessum kúkalabba uppreisnarsegg, ofarlega í huga.“

Andstæðingar Trump hafa eins haft gaman að ruglingnum, sérstaklega í ljósi þess hversu mikið það fer fyrir brjóstið á Trump og stuðningsfólki hans, að hann sé leiðréttur þegar hann fer með rangfærslur. Þar með ættu allir stuðningsmenn Trump að mæta á kjörstað þann 5. janúar, enda fari frambjóðandinn varla að gangast við lygum eða mismælum nú frekar en fyrri daginn.

„Já Trumpistar, farið og kjósið þann 5. janúar“

Svo voru eins þeir sem velta nú fyrir sér hvort Trump glími við elliglöp, en hann er að nálgast áttrætt.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði