Sky News segir að drengurinn hafi sest í bílstjórasætið og síðan hafi Clejuan sagt honum að ýta á annan hvorn pedalann en eins og gefur að skilja vissi drengurinn ekki hvaða hlutverki þeir gegna og hvað þá hvorum megin bensíngjöfin og bremsan eru.
Á upptöku af slysinu, sem WTVG birti, sést að bifreiðin fór hratt aftur á bak þegar drengurinn steig á pedalann, sem sagt bensíngjöfina. Clejuan stóð við opna hurðina. Þegar bílinn fór aftur á bak, skall hurðin á honum og felldi til jarðar og dróst hann undir bílinn áður en hann stöðvaðist þegar hann lenti á staur.
Clejuan var undir áhrifum áfengis þegar þetta gerðist og á hann yfir höfði sér kæru fyrir að hafa falið manneskju, sem ekki er með ökuréttindi, stjórn ökutækis og að stofna lífi drengsins í hættu.