Breska ríkisútvarpið, BBC, fjallar um málið og segir að atvikið hafi átt sér stað í strandbænum Townsville í morgun að staðartíma. Konan er sögð vera í alvarlegu en stöðugu ástandi.
Lögreglumenn sem komu á vettvang skutu hundinn og drapst hann af sárum sínum. Talið er að um hafi verið að ræða hund af tegundinni pit bull.
Scott Warrick, lögreglustjóri á svæðinu, sagði við fréttamenn að þegar lögreglumenn hafi komið á staðinn hafi konan verið fyrir utan húsið illa slösuð. Hundurinn hafi enn verið inni en verið stjórnlaus af bræði. Sagði Warrick að lögreglumenn hefðu ekki haft neinn annan kost en að skjóta hundinn.
„Ég hef verið lögreglumaður í 37 ár og ég hef aldrei áður séð jafn slæm meiðsl eftir hundaárás,“ sagði Warrick.