fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Hundur reif handlegginn af eiganda sínum – Lögreglustjórinn aldrei séð annað eins

Pressan
Föstudaginn 11. október 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

34 ára kona í Ástralíu berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að hundurinn hennar réðst á hana á heimili hennar í Queensland. Konan hlaut óhugnanleg meiðsl og var hægri handleggurinn til dæmis bitinn af henni fyrir neðan olnboga.

Breska ríkisútvarpið, BBC, fjallar um málið og segir að atvikið hafi átt sér stað í strandbænum Townsville í morgun að staðartíma. Konan er sögð vera í alvarlegu en stöðugu ástandi.

Lögreglumenn sem komu á vettvang skutu hundinn og drapst hann af sárum sínum. Talið er að um hafi verið að ræða hund af tegundinni pit bull.

Scott Warrick, lögreglustjóri á svæðinu, sagði við fréttamenn að þegar lögreglumenn hafi komið á staðinn hafi konan verið fyrir utan húsið illa slösuð. Hundurinn hafi enn verið inni en verið stjórnlaus af bræði. Sagði Warrick að lögreglumenn hefðu ekki haft neinn annan kost en að skjóta hundinn.

„Ég hef verið lögreglumaður í 37 ár og ég hef aldrei áður séð jafn slæm meiðsl eftir hundaárás,“ sagði Warrick.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana
Pressan
Fyrir 4 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi