fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Birta myndband af því þegar þeir flugu inn í fellibylinn

Pressan
Miðvikudaginn 9. október 2024 08:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við bandarísku stofnunina NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) flugu í gær inn í fellibylinn Milton sem búist er við að valdi miklum óskunda þegar hann skellur á strendur Flórída síðar í dag.

Stofnunin notast við tvær Lockeed WP-3D-flugvélar við rannsóknir sínar og búnaður um borð gerir vísindamönnum kleift að safna saman mikilvægum upplýsingum um styrk yfirvofandi fellibylja.

Með þessum upplýsingum er hægt að grípa til ráðstafana áður en í óefni er komið enda búnaðurinn um borð háþróaður og nákvæmur.

Meðfylgjandi myndband er tekið um borð í annarri af flugvélum stofnunarinnar, sem gengur undir nafninu Miss Piggy, og er óhætt að segja að það sé ekki fyrir flughrædda.

Eðli málsins samkvæmt var mikil ókyrrð um borð þegar vélinni var flogið inn í „auga stormsins“.

Vísindamenn gera ráð fyrir því versta þegar Milton gengur á land og hefur viðvörun verið gefin út í alls 28 sýslum í Flórída, einkum á vesturströndinni. Nokkrar milljónir manna hafa verið hvattar til að yfirgefa heimili sín og var umferðaröngþveiti á þjóðvegum Flórída í gær.

Búist er við því að fellibylurinn gangi á land í kvöld að staðartíma, eða um eða eftir miðnætti að íslenskum tíma. Hafa vísindamenn varað við því að fellibylurinn gæti orðið sá versti í Flórída í hundrað ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær