fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Vilja setja „ljósastaura“ á tunglið – Myndband

Pressan
Sunnudaginn 22. september 2024 09:30

Svona gæti þetta litið út. Mynd:Honeybee Robotics

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósastaurar á tunglinu! Það hljómar nú ansi undarlega, svo ekki sé meira sagt. En bandarískt einkafyrirtæki hefur fengið fjárstuðning frá bandaríska ríkinu til að smíða fyrstu „ljósastaurana“ á tunglinu.

Tunglið gæti fljótlega orðið fyrsti staðurinn utan jarðarinnar þar sem mannkynið kemur sér fyrir. Til stendur að koma upp varanlegri bækistöð manna á tunglinu og er hugmyndin að koma upp lestarkerfi þar og hanna nýja kjarnakljúfa til að nota þar.

En ef þetta á að ganga upp, þarf lýsing að koma til á tunglinu. Einn dagur þar er jafn langur og tvær vikur á jörðinni og ískaldar tunglnæturnar eru ekki styttri. Þessar löngu, dimmu nætur hafa sýnt sig að vera erfiðar fyrir geimför sem þurfa á sólarorku að halda til að virka og þær gætu reynst stórhættulegar fyrir geimfara framtíðarinnar.

Geimtæknifyrirtækið Honeybee Robotics, sem er hluti af Blue Origin sem er í eigu Jeff Bezos stofnanda Amazon, hefur lagt til að risastórum ljósastaurum verði komið upp til að mæta þessum vanda.

Live Science segir að þetta kunni að hljóma ansi langsótt en verkefnið, sem nefnist Lunar Utility Navigation with Advanced Remote Sensing and Autonomous Beaming for Energy Redistribution (LUNARSABER) sé meðal verkefna sem hafa fengið fjárstuðning frá bandaríska ríkinu til að stíga næsta skrefið í rannsóknum og nýtingu tunglsins. Ljósastaurarnir verða risastórir, hærri en Frelsisstyttan eða um 100 metrar.

Þeir eru hannaðir til að safna sólarorku þegar dagur er á tunglinu og lýsa síðan umhverfið upp með sterkum flóðljósum þegar tveggja vikna tunglnóttin skellur á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“