Live Science segir að vísindamenn hafi gert DNA-rannsókn á tveimur hárlokkum þýska tónskáldsins og uppgötvað að þau innihéldu mjög mikið blý og einnig mjög mikið af arseniki og kvikasilfri.
Þetta kemur fram í rannsókn sem var birt nýlega í vísindaritinu Clinical Chemistry.
Í öðrum lokknum voru 380 míkrógrömm af blýi í hverju grammi af hári en í hinum voru 258 míkrógrömm. Magnið hjá nútímamanneskju er 4 míkrógrömm eða jafnvel minna.
Það var þrettán sinnum meira magna af arseniki í hárinu en eðlilegt getur talist og kvikasilfurmagnið var fjórfalt meira en eðlilegt getur talist.
Þetta mikla magn eiturefna gæti hafa átt hlut að máli hvað varðar ýmsa sjúkdóma sem hrjáður Beethoven og það að hann varð heyrnarlaus en hann byrjaði að tapa heyrn á þrítugsaldri og var algjörlega heyrnarlaus fyrir fimmtugt.