Það sem gerir þennan stein svo merkilegan er á honum eru 1.600 ára gömul skilaboð, rituð með sjaldgæfu írsku ritmáli.
Live Science segir að við fyrstu sýn sé ekki annað að sjá en áletrunin líkist röð lóðréttra lína sem hafa verið hoggnar í steininn sem er á stærð við súkkulaðistykki.
En þessar línur eru ritaðar með ogham ritmálinu sem var stafróf notað til að skrifa frumírsku frá því á fjórðu öld og gamla írsku frá sjöttu til níundu aldar.
Sérfræðingar eru að vonum spenntir yfir þessum fundi en um leið hafa þeir ekki hugmynd um af hverju steinninn var í Coventry í miðhluta Englands. Nokkrar kenningar hafa verið settar fram til að reyna að skýra þetta. Meðal annars að hugsanlega hafi þetta verið einhverskonar minjagripur, að írskir munkar hafi haft hann með sér þegar reyndu að kristna heiðingja á svæðinu eða þá að þetta hafi verið aðferð til að kynna írska kaupsýslumenn fyrir öðrum.
Teresa Gilmore, fornleifafræðingur hjá Birmingham Museums Trust, sagði í samtali við Live Science að margvíslegar aðstæður geti hafa leitt til þess að steinninn endaði í Coventry. Þetta sé eitt af því sem er svo spennandi við að finna eitthvað þessu líkt, oft veki það upp fleiri spurningar en svör.