Atriðin eru sviðsett en sögurnar eru sannar og eru þær sóttar í læknaskýrslur, sem hafa verið gerðar opinberar, eða eftir frásögnum sem eru sendar til þáttagerðarfólksins.
Í einum þættinum er fjallað um konu sem hafði um hríð kvartað undan verkjum í kynfærum. Ekkert kom í huga hennar og eiginmannsins sem gæti skýrt þessa verki. Þau ákváðu því að fara á bráðamóttökuna.
Þar sögðu þau lækninum, sem tók á móti þeim, að þau hefðu ekki stundað kynlíf í nokkrar vikur. Þess utan sögðust þau ekki hafa neina hugmynd um hvað gæti valdið þessum verkjum.
Eftir að hafa heyrt frásögn þeirra ákvað læknirinn að rannsaka konuna til að sjá hvort hún væri með sýnilega ákverka á kynfærunum og til að meta hvort hún þyrfti að fara í enn frekari rannsóknir.
Það kom fljótlega í ljós að ekki var þörf á frekari rannsóknum eða sýnatöku því læknirinn sá strax hvað olli verkjunum.
Hann fann notaðan smokk í kynfærum hennar og hafði þessi fundur miklar afleiðingar fyrir konuna.
Ástæðan er að hjónin höfðu ekki notað smokk árum saman því maðurinn hafði farið í ófrjósemisaðgerð og því var ekki nein ástæða til að nota smokk.
Það lá því nokkuð ljóst fyrir að konan hafði haldið framhjá honum.
Í þættinum kemur fram að hann var að vonum ósáttur við þetta og skildi því við konuna.