Bræðurnir, annar búsettur í New York en hinn í Boston, voru handteknir í gær vegna gruns um að hafa stolið andvirði 25 milljóna Bandaríkjadala, 3,4 milljörðum króna, í rafmyntinni Ethereum. Þessi stórfelldi þjófnaður tók þá bræður aðeins tólf sekúndur.
Hér verður ekki farið í að útskýra tæknileg atriði á bak við gjörninginn en bræðurnir eru sagðir hafa notað færni sem þeir lærðu í MIT til að nýta sér ferlið sem Etherum notar til að staðfesta viðskipti. Komust þeir þannig inn í færslur og gátu stolið rafmynt sem aðrir með réttu áttu.
Bræðurnir eru svo sagðir hafa gert ýmislegt til að hylja slóð sína og stofnuðu þeir meðal annars skúffufyrirtæki í þeim tilgangi. Í tilkynningu sem bandaríska dómsmálaráðuneytið sendi frá sér kemur fram að Anton og James eigi yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi.