fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Pressan
Mánudaginn 13. maí 2024 22:00

Richard Slayman. Mynd:Masschusetts general hospital

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um tveimur mánuðum var erfðabreytt nýra úr svíni grætt í hinn 62 ára Richard Slayman á sjúkrahúsi í Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann var fyrsti maðurinn sem erfðabreytt svínsnýra var grætt í. Slayman lést nýlega.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að í tilkynningu frá sjúkrahúsinu, þar sem nýrað var grætt í hann, komi fram að ekkert bendi til að andlát hans megi rekja til nýrnaígræðslunnar.

Þegar nýrað hafði verið grætt í hann sögðust læknar telja að það gæti dugað í tvö ár.

Svínsnýru höfðu áður verið grædd í heiladauða sjúklinga í tilraunaskyni. Tveir menn hafa fengið hjarta úr svíni grætt í sig en þeir létust báðir nokkrum mánuðum síðar.

Slayman gekkst undir nýrnaígræðslu á sjúkrahúsinu 2018 en á síðasta ári fór nýrað að sýna merki þess að það væri að gefast upp. Læknar stungu þá upp á að hann fengi nýra úr svíni í staðinn.

Í tilkynningu frá fjölskyldu Slayman þakkar hún læknunum fyrir það sem þeir gerðu fyrir hann, ígræðslan hafi orðið til þess að fjölskyldan fékk nokkrar vikur aukalega með honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Í gær

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys