Fjárveiting til verksins var samþykkt af ríkisþingi Kaliforníu 2008 en lítið hefur gerst fram að þessu nema hvað unnið hefur verið við gerð umhverfismats fyrsta áfanga verkefnisins og nokkrum öðrum hlutum þess.
Nýlega tilkynntu yfirvöld að þau hefðu lokið byggingu tæplega 500 metra langrar brúar í Madera County. Hún er tæplega 500 metra löng og kostaði 1 milljarð dollara.
Myndir af brúnni sýna að hún virðist tengja „ekkert“ við eitthvað sem yfirvöld segja vera vísbendingu um framhald verkefnisins.
Brúin nær yfir veg og er nærri nokkrum húsum og liggur samhliða lestarteinum en ekki er að sjá að hún gegni nokkru hlutverki.
Mikið grín hefur verið gert að brúnni á samfélagsmiðlum að sögn Sky News.
Frá því að lokið var smíði brúarinnar fyrir sex árum hefur verið unnið við nokkur önnur verkefni og þeim lokið og nú þegar er búið að ljúka við gerð eða framkvæmdir standa yfir á 160 kílómetra kafla af leiðinni á milli stórborganna.
Stefnt er að því að ferðir á milli borganna hefjist snemma á næsta áratug.