fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu

Pressan
Þriðjudaginn 7. maí 2024 16:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Refsidómar á Íslandi þykja nokkuð vægir þegar við horfum til nágranna okkar í t.d. Bandaríkjunum, en fólki greinir á um hvort fyrirkomulagið sé betra. Það vekur þó athygli bæði hér heima sem og erlendis þegar refsidómar eru í engu samræmi við alvarleika glæpsins. Mál Bryn Spejcher í Bandaríkjunum er eitt slíkt. Hún var dæmd í skilorðsbundið fangelsi og gert að skila af sér 100 klukkustundum í samfélagsþjónustu. Hvert var brotið? Nú hún stakk elskhuga sinn 108 sinnum með hníf.

Bryn, sem er menntaður heyrnafræðingur, kynntist Chad O’Melia vorið 2018 í hundagerði. Þau urðu óaðskiljanleg næstu vikurnar þar til að harmleikurinn átti sér stað. Þann örlagaríka daga hittust þau heima hjá Chad og reyktu saman kannabis. Eftir að skerandi öskur fóru að berast frá íbúðinni höfðu nágrannar samband við lögreglu. Á vettvangi kom lögregla að Bryn í móðursýkiskasti, alblóðug. Hún öskraði látlaust og brást ekki við áskorunum lögreglu um að leggja frá sér hníf sem hún hélt fast utan um. Áður en lögregla náði hnífnum af henni stakk hún sjálfa sig ítrekað í hálsinn.

Verjendur Bryn nýttu þessa undarlegu aðkomu til að vekja samúð dómara. Því var haldið fram að Bryn hafi sturlast tímabundið út af kannabisefninu. Hún hafi því ekki verði með réttu ráði þegar hún myrti Chad. Kviðdómur sakfelldi Bryn eftir aðeins fjögurra klukkustunda umhugsun, en dómari tók þá umdeildu ákvörðun að gera henni óvenju væga refsingu. Foreldrar Chad telja að dómari hafi verið blindaður að sakleysislegu útliti og ungum aldri Bryn. Hann hafi virt ákvörðun kviðdóms nánast að vettugi og ekki gert hlutlægni í ákvörðun sinni.

„Hann sá ekki hver eða hvað Bryn Spejcher er í raun er. Hann afsakaði gjörðir hennar ítrekað,“ sagði faðir Chad við fjölmiðla. Saksóknari málsins, Audry Nafziger segir málið setja hættulegt fordæmi og hér sé kaldri tusku kastað í andlit fjölskyldu hins látna. Dómari sé í raun að segja að það sé í fínu lagi að reykja kannabis og slátra svo annarri manneskju með þremur ólíkum hnífum. Saksóknari sagðist aldrei á ferli síum hafa fengið jafn hrottalegt mál á sitt borð.

Faðir Chad segir það eins furðulegt að Bryn hafi verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi. Það geti ekki talist gáleysi að bana öðrum með þremur ólíkum vopnum og 108 stungum. Ekki nóg með það heldur hafi Bryn í raun svipt fjölskyldu tveimur meðlimum. Móðir Chad hafi fallið í alvarlegt þunglyndi þegar sonur hennar dó. Hún hætti að gæta heilsu sinnar og taka inn lyf við sykursýki. Það endaði með því að hjarta hennar gaf sig.

„Hún réði ekki við sorgina og það keyrði hana ofan í eigin gröf,“ sagði faðir Chad grátandi við miðilinn People. Hann lýsir syni sínum, sem starfaði sem endurskoðandi, sem hjartahlýjum manni sem hafi lagt mikið á sig til að hjálpa öðrum. Alls mættu 1200 manns í jarðarför Chad sem var þekktur í samfélaginu sínu meðal annars fyrir að finna leiðir til að tryggja öryggi kvenna á djamminu. Faðir Chad segir að sökum ákvörðunar dómara geti Bryn óáreitt haldið lífi sínu áfram og líklegast muni hún skaða fleiri í framtíðinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær