Ástralska lögreglan skýrði frá þessu í morgun og segir að þetta hafi átt sér stað 2022 en ekki kemur fram hvað varð til þess að hann var handtekinn núna.
Dpa segir að kjúklingarnir hafi verið í kössum, sem voru pakkaðir inn í plast, og auk kjúklinganna hafi kókaín verið í þeim.
Refsingin fyrir brot af þessu tagi getur verið allt að ævilangt fangelsi.
En maðurinn er einnig grunaður um aðild að öðru stóru máli sem er til rannsóknar. Það snýst um peningaþvætti. Hann og samstarfsmaður hans eru grunaðir um að hafa þvættað sem nemur rúmlega 400 milljónum íslenskra króna. Það gerðu þeir árið 2022.
Refsiramminn í því máli er allt að 25 ára fangelsi.