Ef þú hefur komið til Dúbaí þá veistu að núverandi flugvöllur er stór, risastór. En hann er greinilega ekki nógu stór. Nýi flugvöllurinn verður fimm sinnum stærri og verður sá stærsti í heimi að sögn Reuters.
Þar eiga að vera 400 hlið og hann á að geta annað 260 milljónum farþega á ári. Þar verða fimm samhliða flugbrautir.
Það þarf heila 70 ferkílómetra lands undir völlinn sem á að vera tilbúinn innan 10 ára. Verkefnið mun kosta sem nemur um 5.000 milljörðum íslenskra króna.
Sheikin segir að ekki sé nóg með að flugvöllurinn verði reistur, því það þurfi einnig að byggja íbúðarhúsnæði fyrir eina milljón manna.
Núverandi flugvöllur var tekinn í notkun 1960. Tæplega 90 milljónir farþega fara um hann árlega.