fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Pressan

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Pressan
Mánudaginn 29. apríl 2024 06:30

Úrið góða. Mynd:Henry Aldridge & Son Ltd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðast sást til John Jacob Astor að reykja sígarettu og tala við samfarþega sinn um borð í Titanic á meðan skipið sökk. Viku síðar fannst lík hans. Gullúrið hans var á því. Þetta er 14 karata úr og á það eru upphafsstafir hans, JJA, grafnir.

Áður en John fór niður með Titanic, náði hann að koma eiginkonu sinni í björgunarbát. En í stað þess að reyna að komast í annan björgunarbát tók þessi 47 ára kaupsýslumaður, sem var úr hinni þekktu Astor-fjölskyldu, því rólega um borð, reykti og ræddi við samfarþega sinn.

Hann var einn af ríkustu mönnum heims á þessum tíma en auður hans var talinn nema 87 milljónum dollara á þeim tíma en það svarar til nokkurra milljarða dollara í dag.

Eiginkona hans lifði af. Vincent sonur þeirra gaf William Dobbyn, ritara John, úrið góða.

Úrið var nýlega selt á uppboði hjá Henry Aldridge & Son í Wiltshire á Englandi. Reiknað var með að 100.000 til 150.000 pund myndu fást fyrir það. En niðurstaðan var enn betri en það því það var selt á tæplega 1,2 milljónir punda en það svarar til um 210 milljóna íslenskra króna.

Sky News segir að þetta sé hæsta verð sem nokkru sinni hefur verið greitt fyrir mun úr Titanic. Fyrra metið var 1,1 milljón punda sem fékkst fyrir fiðlu sem spilað var á á meðan skipið sökk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Antony til sölu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dauðþreyttir á blindfullum túristum sem æla og míga upp um alla veggi

Dauðþreyttir á blindfullum túristum sem æla og míga upp um alla veggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þolinmæðin er á þrotum – Áfengisbann til að takast á við of mikinn fjölda ferðamanna

Þolinmæðin er á þrotum – Áfengisbann til að takast á við of mikinn fjölda ferðamanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skyndileg blinda á öðru auganu kom upp um leyndan sjúkdóm

Skyndileg blinda á öðru auganu kom upp um leyndan sjúkdóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að kviðdómur hafi átt erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum í gær

Segja að kviðdómur hafi átt erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum í gær