Schilling skýrði frá ferðinni í færslu á Facebook. Hún segir að um leið og þær komu að húsinu hafi eitthvað virst undarlegt við það. Fyrir það fyrsta hafi útidyrnar staðið „galopnar“.
„Það var mjög óþægilegt að ganga upp að húsi sem útidyrnar stóðu opnar á um miðja nótt,“ skrifaði hún og bætti við: „Ég gekk inn og vissi að þetta var rétta húsið en var enn hrædd um að einhver væri i húsinu.“
Hún sagðist strax hafa skoðað vel bak við allar dyr, inn í skápum og undir rúmunum til að ganga úr skugga um að enginn væri í húsinu. Það var ekki fyrr en að því loknu sem hún leyfði dóttur sinni og vinkonum hennar að koma inn. Síðan fór hún yfir alla glugga til að tryggja að þeir væru „lokaðir og læstir“.
En áhyggjur þeirra jukust bara daginn eftir því þá komust þær að því að einhver hafði verið inni í húsinu. Þetta var ljóst því dyrnar voru ólæstar.
Schilling taldi að húseigandinn hefði komið við og „hugsaði því ekki svo mikið út í þetta“.
En staðan átti eftir að versna enn frekar.
Þegar þær komu í húsið eftir að hafa farið á veitingastað sáu þær að gluggi í einu svefnherberginu var opinn en þær höfðu skilið hann eftir lokaðan.
Þær skoðuðu því gluggana í öllum svefnherbergjunum og sáu að þeir höfðu „allir verið opnaðir“.
Þegar Schilling skoðaði fyrsta gluggann aftur sá hún að búið var að fjarlægja rimlana sem áttu að vera fyrir honum og þegar hún opnaði gluggann upp á gátt sá hún bíl, með skyggðar rúður, hinum megin við götuna. Var hann gangsettur um leið og hún kíkti út um gluggann og ekið á brott.
Hún hringdi strax í neyðarlínuna og kom lögreglumaður á vettvang og krafðist þess að þær myndu „yfirgefa húsið“ og lýsti yfir áhyggjum sínum af að þær væru „í hættu“.
En af hverju hafði hann áhyggjur? Schilling fékk einnig svar við því. „Lögreglumaðurinn taldi að hér væri um svikastarfsemi að ræða og að ætlunin hafi verið að ræna stúlkunum um kvöldið. Þetta hefði getað allt öðruvísi hjá okkur. Við hefðum getað vaknað næsta morgun og ég vil ekki einu sinni hugsa út í hvernig lífið gæti þá hafa litið út,“ skrifaði hún.