Mörgum finnst fátt skemmtilegra en að afgreiða lengri klósettferð áður en gengið er í önnur verk á morgnanna. Við það má bæta að fæstum þykir fýsilegt að fá harðlífi.
Næringarfræðingurinn Isabela Vasquez segir að trefjar séu lykillinn að góðum hægðum en því miður láti of margir það undir höfuð leggjast að borða nægilega mikið af þeim.
„Matur sem er ríkur af trefjum bæta vökva og þyngd í hægðarnar sem hjálpar þeim að komast hraðar í gegnum meltinguna,“ sagði Vasquez en talið er að hátt í 95 prósenta Bandaríkjamanna fái ekki nóg af trefjum úr mataræði sínu.
Ef fólk áttar sig á því á kvöldin að líklega hafi það ekki fengið nóg af trefjum yfir daginn – þá bendir Vasquez á kjúklingabaunir. Þær eru ríkar að trefjum og fullkomnar sem hollt millimál. Auðvelt er að rista kjúklingabaunir og bæta þá við þær sínu uppáhalds kryddi. Ristaðar kjúklingabaunir séu fyrirtaks snakk. Til viðbótar megi nefna að kjúklingabaunir séu stútfullar af góðgerlum sem sömuleiðis hjálpi fólki að melta.
„Trefjar hjálpa til við að draga vökva inn í hægðirnar svo auðveldara sé að losa sig við þær, ef það er ekki nægur vökvi þá getur fólk stíflast. Svo það er mikilvægt að drekka meiri vökva samhliða auknu tefjaáti.“
Þar hafið þið það. Stórt vatnsglas og lúkufylli af trefjum gæti verið uppskriftinn að ánægjulegri klósettferð morguninn eftir.