Þarna fundust munir og eldstæði og kolefnisgreining sýndi að þetta er 8.200 ára gamalt. Live Science skýrir frá þessu.
Herstöðin er um 260 km suðaustan við Albuquerque. Hún liggur við hlið White Sands þjóðgarðsins sem er þekktur fyrir fílabeinshvítar sandöldur og fyrir elstu þekktu fótsporin eftir menn en þau eru um 23.000 ára gömul.
Sandöldurnar mynduðust að minnsta kosti 1.000 árum eftir að frumbyggjarnir komu sér fyrir þar sem herstöðin er núna. Myndun sandaldanna gæti hafa átt sinn þátt í að varðveita tjaldbúðirnar þar sem sandurinn lagðist yfir svæðið að sögn Matthew Cub sem kom að uppgreftri á svæðinu.
Við uppgröftinn fundust margir munir sem benda til að frumbyggjar hafi notað staðinn sem bækistöðvar sínar á ákveðnum árstíma. Þessir frumbyggjar tilheyrðu „Paleo-Archaic“ fólkinu en það voru afkomendur fyrstu mannanna sem komu til Ameríku og eitt fyrsta menningarsamfélagið sem stundaði landbúnað.