fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Pressan
Mánudaginn 15. apríl 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hnífamaður réðst á predikara og tilbiðjendur í kirkju einni í Wakeley í vesturhluta Sydney í Ástralíu í morgun að íslenskum tíma. Um helgina voru sex einstaklingar stungnir til bana af fertugum karlmanni, Joel Cauchi, í borginni.

Sjá einnig: Fjölskylda Bondi-morðingjans sendir stuðningskveðju til lögreglukonunnar sem skaut son þeirra til bana

Árásin í morgun átti sér stað í The Good Shepherd-kirkjunni og var biskup kirkjunnar, Mar Mari Emmanuel, stunginn nokkrum sinnum. Emmanuel var að predika í messu þegar svartklæddur hnífamaðurinn réðst að honum og nokkrum gestum kirkjunnar.

Messan var send út í beinni útsendingu á netinu og sást árásin greinilega í útsendingunni eins og meðfylgjandi skjáskot ber með sér.

Ástralska lögreglan segir að áverkarnir sem Emmanuel hlaut í morgun séu ekki lífshættulegir. Tveir aðrir gestir kirkjunnar eru sagðir hafa slasast í árásinni. Hnífamaðurinn var yfirbugaður og er hann nú í haldi lögreglu.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að Mari Emmanuel og kirkja hans eigi sér marga fylgjendur. Þannig fylgja 200 þúsund manns YouTube-síðu kirkjunnar og voru margir að horfa á þegar árásin var framin.

Emmanuel komst í fréttirnar þegar heimsfaraldur Covid-19 reið yfir. Gagnrýndi hann sóttvarnarráðstafanir harðlega og líkti þeim við þrælahald og þá kvaðst hann hafa litla trú á að gagnsemi bóluefna gegn veirunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana
Pressan
Fyrir 4 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi