Mirror skýrir frá þessu og segir að Sanchez hafi hlotið brunasár á nær öllum líkamanum. Hann lá á gjörgæsludeild í fjóra daga áður en hann lést.
Slysið varð með þeim hætti að eldur kom upp í glóðarskál sem var umkringd kertum. Nunnur stóðu nærri skálinni og voru í hættu af völdum eldsins. Sanchez þykir hafa unnið mikið þrekvirki með því að stilla sér upp á milli þeirra og logandi skálarinnar. Þannig kom hann í veg fyrir að eldurinn næði til þeirra.
El Heraldo de Aragón hefur eftir heimildarmanni að svo virðist sem eldfimur vökvi hafi verið notaður til að kveikja eld í páskamessunni.
Sanchez var vinsæll prestur og var oft nefndur „rokk presturinn“ vegna ástar hans á gítartónlist.