fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Var á leið í draumaferðina til Íslands þegar hún greindist með brjóstakrabbamein

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristina (Hanson) Wagnitz og eiginmaður hennar Tony hafa verið saman í rúm 20 ár. Þau hefur alltaf dreymt um að ferðast, en lífið, börn, vinna og reikningar urðu til þess að sá draumur var settur á bið. Tony ákvað þó að fagna 20 ára sambandi þeirra og keypti tvo farmiða til Íslands.

Stuttu seinna greindist Kristina með brjóstakrabbamein og þegar hún hóf meðferð var Tony vongóður um að þau gætu kannski bara seinkað ferðinni aðeins, en þegar læknisreikningarnir fóru að hækka, var það erfitt fyrir fjárhag þeirra að bóka restina af ferðinni. 

Þetta segir í söfnun á GoFundMe, þar sem vinir þeirra stigu fram og settu söfnun á fót svo að hjónin þyrftu ekki að hafa fjárhagslegar áhyggjur og kæmumst vonandi á endanum til Íslands.

„Í yfir tuttugu ár hefur Kristina verið burðarás KFUM Lincoln sumarbúðanna í Kingston, New Hampshire. Í hlutverki sínu sem skrifstofustjóri er hún sú rödd sem allar fjölskyldur okkar tengjast best. Þrátt fyrir að búðirnar stækki ár frá ári man Kristina eftir öllum 1.200 fjölskyldunum okkar og kemur fram við þær hverja og eina eins og einstaklinga. Það er ekki óalgengt að fjölskyldur segi „Ég elska Kristínu, hún er ótrúleg!“ án þess að hafa nokkurn tíma hitt hana í eigin persónu.“

Á síðunni er greint frá því að um bil sem 2023 tímabilið var að hefjast í búðunum hafi Kristina greinst með brjóstakrabbamein. Innan nokkurra vikna hafi hún hafið lyfjameðferð og verið í meðferð allt sumarið 2023. Í meðferðinni hafi hún þó séð um að halda öllu í réttu horfi þegar kom að sumarbúðunum. Haustið 2023 fór hún í tvöfalt brjóstnám og á meðan hún jafnaði sig heima var hún að skipuleggja og undirbúa skráningu búðanna árið 2024.

„Eftir að hafa þjónað samfélagi sínu alla tíð  á Kristina skilið ævintýri lífsins og við vitum að þið eruð svo mörg sem eru sammála. Hvort sem barnið þitt fór í búðirnar, eða var svo heppið að vera í skátasveitinni hennar Kristinu, eða þú varst með henni í skóla, vannst með henni, fórst í tjaldbúðir með henni eða hefur bara haft ánægju af að verða á vegi hennar, þá veistu að hún er einstök. Í gegnum veikindi sín hefur hún haldið áfram að annast ekki aðeins sína eigin fjölskyldu heldur Camp Lincoln fjölskylduna líka. Nú eru fjölskylda og vinir Kristinu, ásamt Y samfélaginu og vinir okkar í Lexie’s veitingastaðafjölskyldunni að koma saman í viðleitni til að safna fé til að standa straum af ferð Kristinu og Tony til Íslands svo þau geti sannarlega notið þessa ævintýra saman. Við biðjum samfélagið að hjálpa til við að gera þessa verðskulduðu ferð að veruleika!“

Segir að tímalínan sé stutt þar sem hjónin ætli sér að ferðast síðustu vikuna í febrúar síðastliðnum. Söfnunartakmarkið var sett í 5000 dali til að standa straum af öllum ferðum, gistingu, mat, skoðunarferðum og öðru. Kemur fram að það sem safnast umfram renni upp í umtalsverðan lækniskostnað. 

Markmiðið var hækkað í 15 þúsund dali, en á endanum var safnað 19539 dölum eða rúmum 2,7 milljónum króna. Þess er ekki getið hvort hjónin hafi ferðast til Íslands eða eigi það enn eftir, en vonandi eiga þau eftir að eiga draumaferðina sína hérlendis.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Í gær

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys