fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Pressan

Vendingar í stóra lögreglukynsvallinu

Pressan
Föstudaginn 22. mars 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maegan Hall, bandarísk lögreglukona sem var talsvert í fréttum á síðasta ári, hefur komist að samkomulagi við borgaryfirvöld í La Vergne í Tennessee um bótagreiðslu gegn því að hún falli frá frekari málaferlum.

Maegan var rekin úr starfi eftir að upp komst að hún hafði átt í kynferðislegu sambandi við sex kollega sína á lögreglustöðinni í La Vergne. Átti Maegan að hafa veitt tveimur lögreglumönnum munnmök á lögreglustöðinni, farið úr að ofan í heitum potti í gleðskap lögreglumanna og farið í trekant með samstarfsmanni sínum og eiginkonu hans svo eitthvað sé nefnt.

Maegan fór í mál við yfirvöld í La Vergne eftir að málið spurðist út á síðasta ári. Sagði hún að samstarfsmenn hennar hafi nýtt sér stöðu hennar þar sem hún var ein fárra kvenna á lögreglustöðinni og þá hafi hjónaband hennar verið í rúst á þessum tíma.

„Á vinnustað þar sem Maegan leitaði að fyrirmyndum fann hún rándýr,“ sagði meðal annars í stefnu lögmanns hennar gegn borginni. Lögreglumenn hafi meira að segja rætt sín á milli um hvernig væri best að „nota“ hana.

Eitthvað virðist hafa verið til í þessu því borgin hefur nú fallist á það að greiða henni 500 þúsund dollara, tæpar 70 milljónir króna, gegn því að hún falli frá frekari málaferlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Vann tvo 140 milljóna lottóvinninga á 10 vikum

Vann tvo 140 milljóna lottóvinninga á 10 vikum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myglusveppur á danska ríkisspítalanum varð 11 ára dreng að bana

Myglusveppur á danska ríkisspítalanum varð 11 ára dreng að bana
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision