Fáir geta brotið egg eins og kokkar eða bakarar en það er til aðferð við að brjóta egg sem krefst ekki neinna sérstakra hæfileika eða æfingar.
Flestir telja kannski að það sé best að brjóta egg á skálarbrúninni en það er ekki rétt. Eftir því sem segir í umfjöllun Mashed.com þá er best að brjóta egg á flötum fleti, til dæmis borðplötu, því það gerir að verkum að himnan helst frekar saman og þar með hanga brotin úr eggjaskurninni föst á henni en restin af egginu fer bara beint niður á pönnuna eða í skálina.
Það er auðvitað ekki hægt að útiloka að hlutirnir fari ekki alveg eins og lagt er upp með en líkurnar eru að sögn minni á að illa fari þegar egg er brotið á flötum fleti en þegar það er brotið á skálarbrún.