fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Pressan

Telja þetta hafa valdið heimsfaraldri kórónuveirunnar

Pressan
Miðvikudaginn 20. mars 2024 04:30

COVID-19. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi hefur verið deilt um upptök heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Sumir telja að veiran hafi borist úr dýrum yfir í fólk, aðrir að það hafi gerst á matarmarkaðinum í Wuhan í Kína og enn aðrir telja að veiran hafi fyrir slysni, eða viljandi, borist út frá rannsóknarstofu sem er í Wuhan í Kína.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar ástralskra vísindamanna benda til að faraldurinn hafi mjög líklega átt sér „ónáttúrleg“ upptök frekar en „náttúruleg“.

Vísindamennirnir notuðu vel þekkt áhættugreiningarlíkan, sem heitir Grunow-Finke, til að búa til skala yfir hversu líklegt væri að faraldurinn hefði hafist af ákveðnum orsökum.

Niðurstöður áhættumatsins benda til þess að upptök faraldursins hafi verið „ónáttúruleg“ þar sem fyrstu smitin áttu sér stað nærri rannsóknarstofu þar sem kórónuveirur eru rannsakaðar. Þetta er talin ein af sterkustu vísbendingunum um uppruna faraldursins að því er segir í umfjöllun Metro.

Í rannsókninni er bent á að fyrstu tilfelli COVID-19 hafi komið upp í Wuhan í Kína þann 30. desember 2019, öll mjög nærri Wuhan Institute of Virology og Wuhan Center for Disease Control and Prevention.

Þar hafa verið gerðar tilraunir með kórónuveirur í leðurblökum frá 2010. Ein þeirra er 96,1% lík SARS-CoV-2. Einnig var verið að rannsaka kórónuveirur í annarri rannsóknarstöðinni tæpum mánuði áður en faraldurinn braust út.

Vísindamennirnir benda einnig á að engar sannanir hafi komið fram um að veiran hafi borist úr dýrum í fólk. Þeir vekja einnig athygli á því að í september 2019 hafi kínverski herinn tekið við stjórn annarrar rannsóknarstofunnar úr höndum almennra borgara. Einnig hafi verktaki verið ráðinn til að sinna lagfæringum á loftræstikerfi rannsóknarstofunnar. Þetta þykir dularfullt og gæti tengst því að veiran hafi síðan sloppið út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skaut lögreglumann með lásboga

Skaut lögreglumann með lásboga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“