Tyrkneska fréttastofan DHA skýrir frá þessu og segir að annar þeirra hafi látist og sé sá þekktur leiðtogi sænsks glæpagengis. Segir fréttastofan að til átaka hafi komið á kaffihúsinu á milli tveggja hópa og hafi skotum verið hleypt af. Þrír menn flúðu af vettvangi og eru þeir einnig sagðir vera sænskir ríkisborgarar af tyrkneskum ættum.
Sænska ríkisútvarpið hefur eftir heimildarmönnum að hinn látni hafi verið einn af helstu leiðtogum Zero-glæpagengisins sem hefur farið mikinn í sænskum undirheimum. Sá sem særðist er einnig tengdur sænskum undirheimum.