fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Tveir Svíar skotnir í Tyrklandi – Annar er leiðtogi glæpagengis

Pressan
Mánudaginn 18. mars 2024 07:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir sænskir ríkisborgarar voru skotnir á kaffihúsi í Sariyer, sem er norðan við Istanbúl í Tyrklandi, á tíunda tímanum í gærkvöldi. Báðir mennirnir eru af tyrkneskum ættum en sænskir ríkisborgarar.

Tyrkneska fréttastofan DHA skýrir frá þessu og segir að annar þeirra hafi látist og sé sá þekktur leiðtogi sænsks glæpagengis. Segir fréttastofan að til átaka hafi komið á kaffihúsinu á milli tveggja hópa og hafi skotum verið hleypt af. Þrír menn flúðu af vettvangi og eru þeir einnig sagðir vera sænskir ríkisborgarar af tyrkneskum ættum.

Sænska ríkisútvarpið hefur eftir heimildarmönnum að hinn látni hafi verið einn af helstu leiðtogum Zero-glæpagengisins sem hefur farið mikinn í sænskum undirheimum. Sá sem særðist er einnig tengdur sænskum undirheimum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn