fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Hefði betur eldað beikonið meira en hann gerði – Óhugnanleg uppgötvun í heila manns

Pressan
Föstudaginn 15. mars 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

52 ára Flórídabúi sem leitaði til læknis vegna slæmra höfuðverkja trúði sennilega ekki eigin eyrum þegar læknar sögðu honum hvað væri í gangi.

Maðurinn hafði glímt við mígreni lengi vel en skyndilega var eins og lyfin virkuðu ekki. Eftir að hafa farið í heilaskanna kom í ljós að í heila mannsins reyndist lirfa af bandormi dvelja í góðu yfirlæti.

Fjallað var um málið í vísindaritinu American Journal of Case Reports og hafa bandarískir fjölmiðlar, þar á meðal CNN, fjallað um málið.

Um er að ræða svokallaðan svínabandorm (e. Taenia solium) sem eins og nafnið gefur til kynna á rætur sínar að rekja til svína. Það furðulega við greininguna var sú staðreynd að maðurinn var ekki beint útsettur fyrir smiti; hann starfaði ekki í svínarækt, hafði ekki komið nálægt lifandi svínum og hafði ekki heimsótt tilgreind hættusvæði.

Hann játaði hins vegar að hafa borðað lítið eldað beikon allt sitt líf. Hvernig lirfan rataði í heila mannsins er óvíst en vísindamenn eru með sínar kenningar. Ein er á þá leið að maðurinn hafi borðað sýkt kjöt og ekki þvegið sér nægilega vel um hendurnar eftir að hafa farið á salernið. Eggin hafi svo ratað aftur inn í líkamann í gegnum nef eða munn.

Í greinargerð vísindamanna kemur fram að maðurinn hafi í raun verið heppinn að hafa bara þjáðst af höfuðverkjum því mikil hætta sé á heilablæðingu þegar lirfurnar komast í heilann.

Maðurinn fór á sterkan lyfjakúr eftir að þetta uppgötvaðist og tókst honum að losna við hinn óboðna gest í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hera úr leik
Pressan
Í gær

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna
Pressan
Í gær

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Les farsíminn hugsanir þínar?

Les farsíminn hugsanir þínar?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða