Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu The Lancet. Sky News segir að í henni komi fram að 879 milljónir fullorðinna glími við offitu og 159 milljónir barna. Eru tölurnar frá 2022 og er engin ástæða til að ætla að þær hafi lækkað.
Rannsóknin var gerð af NCD Risk Factor Collaboration, sem eru alþjóðleg samtök heilbrigðisstarfsfólk, í samvinnu við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina WHO.
Rannsóknin leiddi í ljós að á heimsvísu fjórfaldaðist fjöldi offeitra barna og unglinga frá 1990 til 2022 en hjá fullorðnum tvöfaldaðist fjöldinn. Einnig kom í ljós að fjöldi barna og unglinga, sem eru of létt, minnkaði á tímabilinu og hjá fullorðnum fækkaði um rúmlega helming í þessum hópi.