Kai Sun, sem er prófessor í læknisfræði og gigtarlæknir við Duke Health í Bandaríkjunum, og eiginmaður hennar, Michael Paik, eignuðust þriðja barn sitt klukkan 05.12 að morgni hlaupársdags. Þetta er stúlka sem hefur fengið nafnið Chloe.
Chloe kom í heiminn þremur dögum eftir áætlaðan tíma. Sun ræddi við þáttastjórnendur „Good Morning America“ á fimmtudaginn og sagði að þau hjónin hafi rætt hversu skemmtilegt það yrði ef barnið kæmi í heiminn á hlaupársdag og það hafi gengið eftir.