fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Fæddist á hlaupársdag fyrir 40 árum – Eignaðist dóttur á hlaupársdag

Pressan
Mánudaginn 4. mars 2024 07:00

Kai Sun og Chloe. Mynd:Shawn Rocco/Duke Health

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hlaupársdag fyrir 40 árum kom Kai Sun í heiminn. Það er svo sem ekki eitt og sér sérstaklega í frásögur færandi því börn fæðast jú alla daga ársins og skiptir þá engu hvort um hlaupársdag sé að ræða eða ekki. En nú er þessi fæðingardagur hennar orðinn ansi sérstakur því að á fimmtudag í síðustu viku, sem var hlaupársdagur, eignaðist hún dóttur.

Kai Sun, sem er prófessor í læknisfræði og gigtarlæknir við Duke Health í Bandaríkjunum, og eiginmaður hennar, Michael Paik, eignuðust þriðja barn sitt klukkan 05.12 að morgni hlaupársdags. Þetta er stúlka sem hefur fengið nafnið Chloe.

Chloe kom í heiminn þremur dögum eftir áætlaðan tíma. Sun ræddi við þáttastjórnendur „Good Morning America“ á fimmtudaginn og sagði að þau hjónin hafi rætt hversu skemmtilegt það yrði ef barnið kæmi í heiminn á hlaupársdag og það hafi gengið eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli