Þetta kann að hljóma undarlega en hugsanlega veitti göngulag þeirra þeim mikið forskot þegar loftslagið þornaði.
Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Í henni kemur fram að með því að með því að ganga á bæði tveimur og fjórum fótum hafi risaeðlurnar skilið sig frá öðrum dýrum og haft betur í baráttunni við þau um að verða hin ráðandi dýrategund allt þar til þær dóu út.
Í rannsókninni, sem var nýlega birt í vísindaritinu Royal Society Open Science, lýsa vísindamenn því hvernig risaeðlur urðu ráðandi með því að laga sig að breyttum aðstæðum í kjölfar margra hruna í vistkerfinu. Þar sem risaeðlur gengu á afturfótunum og síðar á öllum fjórum, hafi þær haft forskot á aðrar dýrategundir á tímum mikilla breytinga á umhverfinu.