fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Sökuð um að hafa myrt son sinn – Segist hafa lamið hann af því að Biblían heimili það

Pressan
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 22:00

Dwelaniyah Robinson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christina Robinson, 30 ára, er nú fyrir dómi í Newcastle á Englandi, ákærð fyrir að hafa myrt þriggja ára son sin og ofbeldi gegn barni. Hún neitar sök og segist hafa notað bambusprik til að lemja hann vegna þess að í Biblíunni segi að hún gæti „refsað barni sínu“.

Sky News skýrir frá þessu og segir að lögregla og sjúkralið hafi verið send að heimili Robinson í nóvember 2022 eftir að hún hringdi í neyðarnúmer og sagði að sonur hennar, Dwelaniyah, hafi misst meðvitund eftir að hafa borðað ostabollu.

En það var ekki ostabolla sem varð drengnum að bana að sögn saksóknara. Hann sagði fyrir dómi að drengurinn hafi verið með alvarlega og banvæna höfuðáverka eftir að hafa verið hristur hrottalega af móður sinni.

Hann sagði að miklar sáraumbúðir hafi verið á fótum drengsins og hafi þær hulið brunasár sem þökktu allt að 20% líkama hans. Höfðu þessi sár valdið honum gríðarlegum sársauka vikum saman áður en hann lést. Brunasárin hlaut hann þegar Robinson neyddi hann vísvitandi ofan í sjóðandi heitt bað.

Rannsókn á líki hans sýndi að hann hafði verið laminn með sívölum hlut og á bambusstaf, sem fannst á heimilinu, fundust leifar af blóði hans og húð.

Saksóknarinn benti dómnum á að Robinson hafi játað að hafa lamið drenginn með vopni en hafi borið því við að hún hafi gert það vegna þess að Biblían segi að hún megi refsa barni sínu.

Réttarhöldin halda áfram næstu daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana