fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2024
Pressan

Ekkja raðmorðingja fékk dóma fyrir að vera beita eiginmannsins – „Ég var hundurinn“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 26. febrúar 2024 22:30

Þrjú fórnarlamba Fourniret: Jeanne-Marie Desramault, Fabienne Leroy og Elisabeth Brichet

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 19. desember 2023 var 75 ára ekkja franska morðingjans Michel Fourniret, svonefnds Ogre of the Ardennes, fundin sek um hennar þátt í áratuga gamalli nauðgun og morðum á tveimur ungum konum og hvarfi níu ára gamallar stúlku. Hlaut hún lífstíðarfangelsi fyrir.

Monique Olivier viðurkenndi fyrir dómi að hafa aðstoðað látinn eiginmann sinn við að lokka til sín ung fórnarlömb svo hann gæti nauðgað þeim og drepið. „Ég var hundurinn,“ sagði hún.

Monique Olivier fyrir dóminum

Olivier var dæmd fyrir að aðstoða eiginmanninn við að ræna, fela og myrða Joanna Parrish, sem var tvítugur breskur nemi, árið 1990 og Marie-Angele Domece, 18 ára, sem hvarf frá Auxerre árið 1988. Nakið lík Parrish fannst í Yonne ánni í miðhluta Frakklands. Hún hafði verið barin, byrluð lyf og nauðgað. Líkamsleifar Domece hafa aldrei fundist.

Joanna Parrish

Olivier var einnig dæmd fyrir þátt sinn í mannráni, haldlagningu og morði á Estelle Mouzin, níu ára, árið 2003, en líkamsleifar hennar hafa ekki fundist.

Þagði meðan eiginmaðurinn nauðgaði og myrti konu í aftursætinu

Snemma í desember sagði Olivier fyrir dómi hvernig hún sat í framsæti bíls hjónanna þegar Fourniret fór í aftursætið til að myrða og nauðga Parrish í maí 1990.

„Eins og hugleysingi gerði ég ekki neitt, ég heyrði hana öskra svolítið, en greip ekki inn í. Þetta var ótti, skelfing, ég gat ekki gert neitt,“ sagði Olivier. Hún sagði einnig fyrir dómi að eiginmaður hennar hefði notað hana sem „beitu“.

Lýsti Olivier lýsti því hvernig hún hefði farið á „veiðar“ til að finna hreinar meyjar fyrir eiginmann sinn. „Ég var hundurinn, ég var aldrei annað en hundurinn sem verður að hlýða.“

Fourniret og Olivier á yngri árum

Olivier sat þegar af sér lífstíðardóm frá árinu 2008 þar sem hún var dæmd fyrir þátt hennar í fjórum öðrum mannránum og morðum eiginmanns hennar. Árið 2018 var hún dæmd í 20 ár til viðbótar fyrir þátt sinn í öðru morði.

Samkvæmt

Michel Fourniret er einn alræmdasti fjöldamorðingi í sögu Frakklands.frétt BBC

 bað Roger Parrish, faðir Johanna Parrish, viðstadda um stutta þögn til minningar um öll fórnarlömb Fourniret.

„Við höfum beðið lengi,“ sagði hann. Þegar hann talaði um hvernig Olivier tældi dóttur sína og önnur fórnarlömb sagði hann: „Návist hennar ein og sér fékk fórnarlömbin til að treysta þeim hjónum, því enginn trúir því að kona geti verið völd að svona skelfilegum og siðspilltum verkum.“

Foreldrar Joanna Parrish, Pauline Murrell og Roger Parrish

Fourniret lést árið 2021, 79 ára að aldri, áður en hægt var að rétta yfir honum fyrir morðin á Parrish, Domece og Mouzin. Hann fékk lífstíðardóm árið 2008 fyrir fyrir að myrða átta stúlkur og ungar konur á árunum 1987 til 2001. Fórnarlömb hans voru á aldrinum 12 til 30 ára, flestum þeirra nauðgaði hann, áður en hann drap þær ýmist með því að skjóta þær, kyrkja eða stinga. 

Fourniet  játaði á sig 11 morð, þar á meðal morðið á Joanna Parrish, en yfirvöld telja að fórnarlömb hans hafi verið mun fleiri og telja hann bera ábyrgð á minnst 20 öðrum morðum.

Michel Fourniret er einn alræmdasti fjöldamorðingi í sögu Frakklands.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu