fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Dularfullur hlutur langt úti í geimnum gæti verið minnsta svartholið eða þyngsta nifteindastjarnan

Pressan
Sunnudaginn 28. janúar 2024 15:30

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfullur hlutur, sem uppgötvaðist nýlega langt úti í geimnum, gæti verið þyngsta nifteindastjarnan sem sést hefur eða minnsta svartholið sem sést hefur eða jafnvel eitthvað allt annað, eitthvað sem vísindamenn hafa aldrei áður séð.

Stjörnufræðingar sáu dularfullan hlut í um 40.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hann er í þéttri stjörnuþyrpingu sem nefnist NGC 1815. Hluturinn sást í hröðum glömpum frá ferðafélaga hans, nifteindastjörnu sem snýst um sjálfa sig og sendir frá sér ljósgeisla á 6 millisekúndna fresti.

Live Science segir að samkvæmt því sem vísindamenn segja þá sé þessi hlutur á milli þess að vera svarthol eða nifteindastjarna. Það þýðir að hann getur alveg eins verið hvorugt þessara fyrirbæra.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Science.

Ben Stappers, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í tilkynningu að hvort sem um svarthol eða nifteindastjörnu sé að ræða, þá séu það spennandi möguleikar. Nifteindastjörnu-svartholskerfi sé mikilvægt þegar kemur að því að sannreyna kenningar um þyngdaraflið og þung nifteindastjarna geti veitt nýja innsýn í kjarneðlisfræði.

Bæði svarthol og nifteindastjörnur eru leifar sem verða til þegar gríðarlega stórar stjörnur enda líf sitt í öflugri sprengingu, verða að sprengistjörnu.

Þrátt fyrir að svarthol og nifteindastjörnur verði til á sama hátt, þá getur massi þeirra verið mjög mismunandi. Ofurmassamikil svarthol geta vegið eins mikið og milljarðar sóla en nifteindastjörnur verða sjaldan þyngri en sem svarar til þriggja sóla. En léttustu svartholin og þyngstu nifteindastjörnurnar geta litið eins út úr mikilli fjarlægð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana