Um er að ræða auglýsingu frá vafasömu fasteignafyrirtæki og segir Crowe í auglýsingunni að hann sé með stórkostlegar fréttir fyrir alla þá sem hafa íhugað að kaupa fasteign á eyjunni fögru. Kynnir hann svo til sögunnar smáforrit sem á að hjálpa fólki við þá leit.
En ekki er allt sem sýnist því um er að ræða svokallaða djúpfölsun sem þýðir að tölvutækni er notuð til að leggja honum orð í munn og líma andlit Crowe á aðra manneskju.
Crowe brást við þessu á X (Twitter) og hvatti fólk til að láta ekki glepjast.
„Þetta er í dreifingu á Möltu. Þetta er augljóslega feikað kjaftæði, ekki falla fyrir þessu,“ sagði hann við fylgjendur sína sem eru tæplega þrjár milljónir talsins.
„Blokkið þetta, tilkynnið þetta eða lítið fram hjá þessu. Ég hef aldrei notað þessa þjónustu.“
This is going around in Malta. It is obviously fake BS, don’t fall for it. What else is obvious is that this service/business must be shonky and underhanded to resort to this way of promoting itself. Block, report, ignore. I’ve never used this service & I do not endorse this BS. pic.twitter.com/gx59vwK6X6
— Russell Crowe (@russellcrowe) January 22, 2024