fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Draumabrúðkaupsferðin breyttist í martröð – Sætir ákæru fyrir þrjú banaslys

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 19:30

Cairo hjónin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalskur ferðabloggari sem var í brúðkaupsferð sinni í Ástralíu er sakaður um að hafa valdið skelfilegu umferðarslysi þar í landi, sem eldri hjón og dóttir þeirra létu lífið í.

Gabriele Cairo, 28 ára, mætti fyrir héraðsdóm í Adelaide í dag, ákærður fyrir tvö ákæruatriði hvort um að hafa valdið dauða með hættulegum akstri og valdið alvarlegum meiðslum. Fyrir dómi var rakið að Cairo hefði keyrt húsbíl sem hann var með á leigu á Honda Civic bifreið í Adelaide  þann 31. október 2023.

Hjónin John, 86 ára og Cynthia Clark, 84 ára, og dóttir þeirra Jaqueline Clark, 54 ára, voru Honda bifreiðinni. Mæðgurnar voru úrskurðaðar látnar á vettvangi, en John var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést tæpri viku síðar. Jarðarför þeirra fór fram í nóvember að viðstöddu fjölmenni.

John, Cynthia og Jaqueline

Cairo og eiginkona hans Elena Perrone, 26 ára, voru í Suður-Ástralíu í draumabrúðkaupsferð sinni. Elena, sem var í húsbílnum sem maðurinn hennar ók, slasaðist einnig alvarlega í árekstrinum.

Perrone-hjónin halda úti YouTube rásinni Hakuna Matata Viaggi og hafa birt fjölda myndbanda um ferðalög sín, meðal annars til Los Angeles, Egyptalands og Hawaii.

Lögfræðingur Cairo óskaði eftir fresti í málinu og sagði skjólstæðing sinn hvorki tala né skilja ensku mjög vél. Hann myndi þurfa á túlki að halda.

„Þessar ákærur eru stórfelldar og verður að vísa þeim til héraðsdóms. Skjólstæðingur minn er búsettur á Ítalíu og er hér með vegabréfsáritun fyrir ferðamenn. Cairo var úrskurðaður í gæsluvarðhald gegn tryggingu og á að mæta aftur fyrir dómstóla í mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær