Ítalskur ferðabloggari sem var í brúðkaupsferð sinni í Ástralíu er sakaður um að hafa valdið skelfilegu umferðarslysi þar í landi, sem eldri hjón og dóttir þeirra létu lífið í.
Gabriele Cairo, 28 ára, mætti fyrir héraðsdóm í Adelaide í dag, ákærður fyrir tvö ákæruatriði hvort um að hafa valdið dauða með hættulegum akstri og valdið alvarlegum meiðslum. Fyrir dómi var rakið að Cairo hefði keyrt húsbíl sem hann var með á leigu á Honda Civic bifreið í Adelaide þann 31. október 2023.
Hjónin John, 86 ára og Cynthia Clark, 84 ára, og dóttir þeirra Jaqueline Clark, 54 ára, voru Honda bifreiðinni. Mæðgurnar voru úrskurðaðar látnar á vettvangi, en John var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést tæpri viku síðar. Jarðarför þeirra fór fram í nóvember að viðstöddu fjölmenni.
Cairo og eiginkona hans Elena Perrone, 26 ára, voru í Suður-Ástralíu í draumabrúðkaupsferð sinni. Elena, sem var í húsbílnum sem maðurinn hennar ók, slasaðist einnig alvarlega í árekstrinum.
Perrone-hjónin halda úti YouTube rásinni Hakuna Matata Viaggi og hafa birt fjölda myndbanda um ferðalög sín, meðal annars til Los Angeles, Egyptalands og Hawaii.
Lögfræðingur Cairo óskaði eftir fresti í málinu og sagði skjólstæðing sinn hvorki tala né skilja ensku mjög vél. Hann myndi þurfa á túlki að halda.
„Þessar ákærur eru stórfelldar og verður að vísa þeim til héraðsdóms. Skjólstæðingur minn er búsettur á Ítalíu og er hér með vegabréfsáritun fyrir ferðamenn. Cairo var úrskurðaður í gæsluvarðhald gegn tryggingu og á að mæta aftur fyrir dómstóla í mars.